02.maí 13:00

Hamraborgarrásin endurræst!

Gerðarsafn

Berglind Jóna Hlynsdóttir og Þórir Steingrímsson bjóða gestum í samtal

Verið velkomin í stúdíóið!

Gerðarsafn býður gestum á samtal Berglindar Jónu Hlynsdóttur myndlistarkonu og Þóris Steingrímssonar leikara, lögreglumanns og stofnanda Hamraborgarrásarinnar, þar sem rætt verður um Hamraborgina og um sögu, tilurð og stefnu þessarar metnaðarfullu sjónvarpsstöðvar sem margir Kópavogsbúar muna eflaust eftir.

Samtal Berglindar og Þóris mun eiga sér stað inní innsetningu Berglindar sem er endurgerð af stúdíói Hamraborgarrásarinnar og verður sent út á Facebook-síðu safnsins.
Á tíunda áratugnum var starfrækt staðbundin sjónvarpsstöð í fjölbýlishúsinu Hamraborginni, sem var einskonar lýðræðilegur vettvangur íbúanna til skoðanaskipta og umræðu um málefni hverfisins. Á rásinni voru haldnir húsfundir, sýndar bíómyndir og skilaboð send út um ýmiss konar hegðunar- og umgengnisreglur til allra þeirra sem vildu „vinna að framgangi framfara og farsældar“ í Hamraborginni.

Rásin er viðfangsefni Berglindar Jónu Hlynsdóttur á sýningunni Skýjaborg í Gerðarsafni, þar sem hún hefur stillt upp innsetningu af myndveri Hamraborgarrásarinnar, skjáskotum og gömlum klippum úr útsendingum stöðvarinnar.
Þórir Steingrímsson leikari og lögreglumaður var stofnmaður rásarinnar og formaður Hamraborgarráðsins á árunum 1993-1999, og kann eflaust ótal sögur af þessari metnaðarfullu starfsemi.

Verið velkomin á þennan sögulega viðburð á safninu þann 2. maí klukkan 13:00.
Sóttvarnir: Gestir skrá sig við komu á safnið og verður sóttvarna gætt í hvítvetna, grímur og handspritt í boði. Viðburðinum verður einnig streymt á Facebook-síðu safnsins.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

28
mar
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

28
mar
Gerðarsafn
29
mar
Salurinn
30
mar
Salurinn
30
mar
Salurinn
31
mar
Bókasafn Kópavogs
31
mar
Bókasafn Kópavogs
31
mar
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
12:00

Stólajóga

03
maí
04
maí
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

28
mar
Gerðarsafn
01
apr
Gerðarsafn
03
apr
Gerðarsafn
05
apr
Gerðarsafn
30
apr
10
ágú
Gerðarsafn

Sjá meira