05.okt 10:00

Heilagir dansar Gurdjieff I Ókeypis námskeið

Gerðarsafn

Námskeið með Sati Katerinu Fitzovu. Skráning á gerdarsafn@kopavogur.is

Ókeypis tveggja daga námskeið í Heilögum dönsum Gurdjieff með kennaranum og listakonunni Sati Katerinu Fitzovu.
Gestir geta valið hvort þeir mæti báða dagana eða annan daginn á námskeiðið. Á laugardeginum er það kl. 10:00- 17:00 með hádegishlé frá 13:00-14:00. Sunnudagurinn er frá kl. 10:00-15:00 með hádegishlé frá 12:00-13:00. Skráning á gerdarsafn@kopavogur.is
Mælt er með að koma í þægilegum klæðnaði og léttum skóm eða þykkum sokkum. 

Heilagir dansar Gurdjieff byggjast á mörg þúsund hreyfingum sem grísk-armeníski heimspekingurinn George Ivanovich Gurdjieff safnaði saman á ferli sínum og byggjast á hefðbundnum dönsum ýmissa trúarbragða. Hreyfingarnar stuðla að sjálfsskoðun og aðstoða við sjálfsnám.

G.I. Gurdjieff (1872-1949) ferðaðist um mið – Asíu og Tíbet þar sem hann lærði um mismunandi trúarbrögð, dans, tónlist og menningu. Út frá þessari reynslu þróaði hann aðferðarfræði sem hann nefndi ,,Fjórðu leiðina’’, en aðrar taldi hann leiðir munka, fakíra og joga. Samkvæmt kenningum Gurdjieff lifa flestir einstaklingar í dáleiðslukenndu ástandi á borð við svefngengla, en aðferðir hans aðstoða einstaklinga til að vakna til æðri meðvitundar og til þess að nýta getu sína til fullnustu.
Sati Katerina Fitzova hefur kennt dansa Gurdjieff frá árinu 2006 um alla Evrópu, Englandi og í Kosta Ríka. Sati er fædd í Tékklandi hefur lagt stund á ýmis listform frá unga aldri á borð við gjörningarlist, skrif, tónlist og dans. Hún er einnig menntuð í leiklistarmeðferð, kennslu og heilun og hefur sérhæft sig í því að kanna tengsl milli andlegrar málefna og listar. Drifkraftur hennar sprettur frá verkum P. Brook og J. Grotowski og indverska dulspekingnum Osho, en verk þeirra kveiktu hjá henni löngun til að fylgja hinni fornu leit mannsins að svörum við því hver við erum og hvaðan við komum. Í leit sinni lagði hún stund á mannfræði, helgisiði og tungumál líkamans ásamt því að leggja stund á mismunandi hugleiðslutækni. Hún kynntist kennurum á borð við Jivan Sunder, Amiyo Devienne and Avrom Altman og í kjölfarið fann hún heilaga dansa Gurdjieff. Í kenningum og aðferðarfræði Gurdjieff fann hún leiðir til að tengja saman aðferðir núvitundar, dans og Huglægrar listar.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

28
sep
Gerðarsafn
28
sep
Bókasafn Kópavogs
Hannyrðaklúbburinn Kaðlín
14:00

Kaðlín

28
sep
30
sep
Salurinn
01
okt
Bókasafn Kópavogs
Lesið fyrir hunda
01
okt
Náttúrufræðistofa Kópavogs
02
okt
Salurinn
03
okt
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
05
okt
Bókasafn Kópavogs
05
okt
Bókasafn Kópavogs
Hannyrðaklúbburinn Kaðlín
14:00

Kaðlín

Sjá meira

Gerðarsafn

28
sep
Gerðarsafn
15
okt
Gerðarsafn
19
okt
Gerðarsafn
Geometría Gerðarsafni
26
okt
Gerðarsafn
09
nóv
Gerðarsafn
19
nóv
Gerðarsafn
Fjölskyldustund