05.sep 13:00

Heilsum hausti | Fjölskyldustund

Gerðarsafn

Komdu með fjölskyldunni og kynntu þér starfsemi Menningarhúsanna í haust.

Heilsaðu upp á starfsfólk Menningarhúsanna og taktu þátt í skemmtilegum ratleikjum og þrautaleikjum. Kaffi og léttar veitingar verða til sölu í Salnum og DJ Arnljótur Sigurðsson spilar létta tóna.

Salurinn býður upp á skemmtilega fjölskyldutónleika með Valgerði Guðnadóttur um Ferðafljóð. Komdu með í ævintýraferðalag með litla ferðafljóði þar sem allt getur gerst. Tónlist frá mismundandi löndum verður flutt og aldrei að vita nema áheyrendur þurfi að hjálpa til við framvindu ævintýrisins. Lítið tónlistarævintýri eftir Valgerði Guðnadóttur. Flutt af Valgerði, Sigurði Helga Oddssyni og Matthíasi Stefánssyni. Tónleikarnir hefjast kl. 14.

Á Bókasafni Kópavogs er boðið upp á fjölda ratleikja og þrautaleikja sem öll fjölskyldan getur tekið þátt í. Einnig eru hægt að kíkja á sýningu á myndum Sigrúnar Eldjárn í tilefni af 40 ára höfundarafmæli hennar.

Á Náttúrufræðistofu getur öll fjölskyldan skoðað nýju sýninguna Heimkynni, sem hefur að geyma hátt í 400 lífverur, og spreyta sig á skemmtilegri völundarhússgátu. Að auki verður fjölskyldan leyst út með fjölbreyttum náttúruverkefnum til að taka með sér heim.

Á Gerðarsafni geta gestir og gangandi skoðað útskriftarsýningu nemenda í hönnun og arkitektúr árið 2020. Þar verður einnig hægt að nálgast ratleik Menningarhúsanna auk þess sem haustdagskráin verður kynnt. 

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir svo lengi sem húsrúm, fjarlægðarmörk og fjöldatakmarkanir leyfa.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

01
okt
Bókasafn Kópavogs
Lesið fyrir hunda
01
okt
Náttúrufræðistofa Kópavogs
02
okt
Salurinn
03
okt
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
05
okt
Bókasafn Kópavogs
05
okt
Bókasafn Kópavogs
Hannyrðaklúbburinn Kaðlín
14:00

Kaðlín

05
okt
Bókasafn Kópavogs
16:00

Hananú!

06
okt
Bókasafn Kópavogs
10:00

Skyndihjálp

06
okt
Salurinn
Af fingrum fram - Bragi

Sjá meira

Gerðarsafn

15
okt
Gerðarsafn
19
okt
Gerðarsafn
Geometría Gerðarsafni
26
okt
Gerðarsafn
09
nóv
Gerðarsafn
19
nóv
Gerðarsafn
Fjölskyldustund