05.jún ~ 29.ágú

Hlutbundin þrá

Gerðarsafn

Hlutbundin þrá er samsýning átta samtímalistamanna frá Íslandi og Singapúr, sem hverfist um samband mannsins við hlutlægni og hluti. Sýningin er samtíningur af klippimyndum, skúlptúrum, vídeóverkum og innsetningum. Verkin skoða hlutgervingu mynda sem innihalda þrár og langanir, ásamt umboði og áhrifum slíkra mynda sem eru séðar og dreifðar, jafnvel endurgerðar.
Hlutbundin þrá

Titillinn á sýningunni vísar í ritgerð eftir Hito Steyerl sem ber nafnið A thing like you and me (2010). Í þeirri ritgerð skoðar Steyerl þátttöku mannsins í að skapa myndir og að veita þeim umboð. Steyerl heldur því fram að sú þátttaka veiti myndum eigin virkni sem afmái skilin milli þess að vera hlutur eða viðfangsefni, einnig gagnvart mennskum viðfangsefnum sem eru sífellt að verða meira hlutgerð. Í ritgerðinni lýsir Steyerl myndum sem brotum eða leifum af veruleikanum en ekki spegilmynd hans; “hlutur eins og hver annar- hlutur eins og ég og þú.”

Fyrir þessa sýningu bauð sýningastjórinn Dagrún Aðalsteinsdóttir hverjum og einum listamanni að skapa verk sem skoða verðmæti og stigveldi þess sem felst í því að vera hlutur eða mynd. Sýningin er tilraun til þess að skapa gagnkvæma virkni milli hluta og einstaklinga, þar sem listaverkin eru blanda af “hlut og viðfangi.”

Listamenn: Daniel Hui, Dagrún Aðalsteinsdóttir, Guo Liang, Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, Luca Lum, Styrmir Örn Guðmundsson, Sæmundur Þór Helgason og Weixin Chong.
Sýningarstjórar eru Dagrún Aðalsteinsdóttir og Weixin Chong.

Sýningin Hlutbundin þrá verður opnuð í Gerðarsafni laugardaginn 5. júní kl. 19.
Hlutbundin þrá

Mynd: Weixin Chong, Eating Cake, stilla úr vídeóverki, 2018.

Eating Cake

LISTAFÓLK

Daniel Hui, Dagrún Aðalsteinsdóttir, Guo Liang, Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, Luca Lum, Styrmir Örn Guðmundsson, Sæmundur Þór Helgason og Weixin Chong.

SÝNINGARSTJÓRN

Dagrún Aðalsteinsdóttir og Weixin Chong.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

03
maí
08
jún
Salurinn
09
maí
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

10
maí
Bókasafn Kópavogs
10
maí
Bókasafn Kópavogs
10
maí
Gerðarsafn
11
maí
Bókasafn Kópavogs
11
maí
Gerðarsafn
11
maí
Salurinn
11
maí
Menning í Kópavogi
11
maí
Náttúrufræðistofa Kópavogs
24
maí
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

10
maí
Gerðarsafn
11
maí
Gerðarsafn
11
maí
Menning í Kópavogi
14
maí
Gerðarsafn
15
maí
Gerðarsafn
24
maí
Gerðarsafn
15
jún
Gerðarsafn
21
jún
Gerðarsafn

Sjá meira