11.jún 17:00

Hrár Kjúlli í Jell-O | Sælir Kælir

Gerðarsafn

Sýning í listamannareknu farandsgallerí í anddyri Gerðarsafns

Dagana 11.-14. júní mun listamannarekna farandsgalleríið Sælir Kælir taka sér bólfestu í anddyri Gerðarsafns. Í kælinum verður sýningin Hrár Kjúlli í Jell-O með verkum eftir Eyju Orradóttur & Marbendil.
Fyrir 50 árum var í tísku að setja mat í mót og hella gelatínhlaupi yfir. Fatastíll áttunda áratugarins er nú aftur kominn í tísku en það sama verður ekki sagt um réttina sem voru bornir fram í matarboðum hér áður fyrr. Sýningin veltir upp spurningum varðandi hvaða mat við borðum og hvaða núverandi matartíska verður hallærisleg eftir 50 ár. Spurningarnar virðast við fyrstu sýn gamansamar og léttvægar, en þegar betur er að gáð má skynja áleitnari og alvarlegri undirtón. Getum við beðið svo lengi eftir breyttum venjum? Eru matarvenjur okkar ef til vill nú þegar úreltar? 
Sælir Kælir er listamannarekið gallerí í gömlum ísskáp. Sýningarrýmin eru tvö, kælirinn og frystirinn. Verk sem sýnd eru í Sæli Kæli þurfa að standast þær aðstæður sem verða til annað hvort í frysti eða kæli. Verkefnið er hluti af Skapandi sumarstörfum í Kópavogi, en að því standa myndlistarmaðurinn Atli Pálsson og hönnuðurinn Kamilla Henriau.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

01
okt
Bókasafn Kópavogs
Lesið fyrir hunda
01
okt
Náttúrufræðistofa Kópavogs
02
okt
Salurinn
03
okt
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
05
okt
Bókasafn Kópavogs
05
okt
Bókasafn Kópavogs
Hannyrðaklúbburinn Kaðlín
14:00

Kaðlín

05
okt
Bókasafn Kópavogs
16:00

Hananú!

06
okt
Bókasafn Kópavogs
10:00

Skyndihjálp

06
okt
Salurinn
Af fingrum fram - Bragi

Sjá meira

Gerðarsafn

15
okt
Gerðarsafn
19
okt
Gerðarsafn
Geometría Gerðarsafni
26
okt
Gerðarsafn
09
nóv
Gerðarsafn
19
nóv
Gerðarsafn
Fjölskyldustund