Steinn Kárason, garðyrkjumeistari og M.Sc. í umhverfisfræðum, segir frá algengum íslenskum drykkjar- og lækningajurtum og leiðbeinir um söfnun þeirra, verkun og notkun. Hann veitir jafnframt tilsögn í að útbúa jurtate, grasaseyði og hvannasúpu og veitir innsýn í þróun og sögu grasalækninga og nýjar rannsóknir sem styðja reynslu forfeðranna. Stiklað verður á stóru í sögulegu samhengi og áhersla lögð á sjálfbærni og virðingu við náttúruna.

Viðburðurinn fer fram á 2. hæð aðalsafns. Aðgangur ókeypis og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.