03.sep 13:00

Karnival í Kópavogi

Mekó

Bókasafn Kópavogs, Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa, Salurinn
Fögnum saman hausti á Karnivali í Kópavogi.

Litskrúðug Karnivalstemning ríkir í Kópavogi laugardaginn 3. september og mikið um dýrðir. Ókeypis er á alla viðburði og sýningar í tilefni dagsins og útgáfu glænýs og sjóðheits menningartímarits MEKÓ fagnað.

Fordyri Salarins | 13 – 15
Fram koma listamannateymið Sirkus Ananas, sönghópurinn Tónafljóð og töframaðurinn Einar Aron með sjónhverfingar, jafnvægislistir, loftfimleika og fjörug lög.

Náttúrufræðistofa Kópavogs | 13 – 15

Frauðtertuskreytingarnámskeið!
Hér fær alþýðan annað tækifæri til að spreyta sig í frauðtertuskreytingum með frauðtertugerðarteyminu Gorklín.
Mætið og skreytið með okkur. Frauðterturnar bíða.

Bókasafn Kópavogs | 13 – 15
Stenslagerð í Múmíndal með Önju Ísabellu Lövenholdt. Í smiðjunni er boðið upp á ólíkan efnivið, allt frá blómum til tímarita og þátttakendum gefst kostur á að skapa ævintýraheima. Einnig verður hægt að nota stensla af múmínkarakterum til að teikna eftir og líma inn á ævintýramyndirnar. Opið verður í einn og hálfan tíma og fólki frjálst að koma og fara.

Gerðarsafn | 13 – 14
Katrín Gunnarsdóttir og Eva Signý Berger leiða danssmiðju fyrir börn á grunnskólaaldri og fjölskyldur þeirra. Litskrúðugir efnisstrangar ummyndast í furðuverur, minnsta hreyfing bærir efnið og myndar hrífandi sjónhverfingar. Skráning í smiðju á gerdarsafn@gerdarsafn.is

Gerðarsafn | 14 – 16
Listamannateymið Improv for Dance Enthusiasts með leikandi léttan dansspuna og dansæfingar fyrir alla aldurshópa og alla líkama inni í sýningum í Gerðarsafni. Stuttar og skemmtilegar æfingar í því skyni að skynja rými listasafnsins á nýjan leik.

Gerðarsafn | 13 – 16
SWAP vill bjóða þér að koma með listræna muni á borðið og skipta þeim út fyrir aðra hlut sem þú vilt eða vantar. Listrænir munir geta verið bækur, ljóð, ljósmyndir, prent, málverk, skúlptúrar, útsaumur, o.fl. Ef þú hefur ekki tök á því að koma með hlut þá er í boði að skipta með því að velja gjörð sem hjálpleg fyrir plánetuna, þig eða samfélagið.

Heilsum saman hausti á Karnivali í Kópavogi.

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar styrkir Karnival í Kópavogi.

Deildu þessum viðburði

01
okt
Náttúrufræðistofa Kópavogs
08
okt
Bókasafn Kópavogs
15
okt
Gerðarsafn
22
okt
Náttúrufræðistofa Kópavogs
29
okt
Bókasafn Kópavogs
29
okt
Salurinn
13:00

JAZZ HREKKUR

05
nóv
Náttúrufræðistofa Kópavogs
13:00

Kolasmiðja

12
nóv
Bókasafn Kópavogs
19
nóv
Gerðarsafn
Fjölskyldustund

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

01
okt
Bókasafn Kópavogs
Lesið fyrir hunda
01
okt
Náttúrufræðistofa Kópavogs
02
okt
Salurinn
03
okt
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
05
okt
Bókasafn Kópavogs
05
okt
Bókasafn Kópavogs
Hannyrðaklúbburinn Kaðlín
14:00

Kaðlín

05
okt
Bókasafn Kópavogs
16:00

Hananú!

06
okt
Bókasafn Kópavogs
10:00

Skyndihjálp

06
okt
Salurinn
Af fingrum fram - Bragi

Sjá meira