08.maí 12:15 - 13:00

Kársnes. Úr ræktarlandi í nútímabyggð

Menning í Kópavogi | Salurinn

Anna María Bogadóttir arkitekt bregður ljósi á sögu Kársnessins en erindi hennar byggir á vinnu við byggðakönnun fyrir Kársnes. Í máli og myndum verður  farið yfir sérstöðu byggðar í sögulegu, skipulagslegu, hugmyndafræðilegu og umhverfislegu samhengi.

Fyrirlesturinn fer fram í forsal Salarins. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.

Um Önnu Maríu:

Anna María er arkitekt og menningarfræðingur sem leggur áherslu á menningar- og félagslegar hliðar arkitektúrs. Hún nálgast arkitektúr frá sjónarhóli hvunndagslífs í samhengi flókinna kerfa og hvata og vinnur með umbreytingu, arf og miðlun sem skapandi afl í arkitektúr. Verk Önnu Maríu og rannsóknir finna sér farveg þvert á miðla á hefðbundnum sem óhefðbundnum vettvangi.

Anna María er stofnandi ÚRBANISTAN sem gegnum ráðgjöf, rannsóknir, sýningagerð og útgáfu kemur að hugmyndafræði og úrlausnum fjölbreyttra verkefna á sviði arkitektúrs, skipulags og varðveislu sem fela í sér rýmis-, borgar-, strategíu-, samræðu- og sýningahönnun.

Anna María lauk meistaragráðu í arkitektúr frá Columbia-háskóla í New York árið 2009. Áður hafði hún starfað við menningar- og sýningastjórn í tæpan áratug og lokið M.A. gráðu í menningarfræði og M.Sc. gráðu í stafrænni hönnun og miðlun frá Upplýsingatækniháskólanum í Kaupmannahöfn.

Anna María sendi frá sér bókina Jarðsetning haustið 2022 en bókin hefur vakið mikla eftirtekt og er Anna María tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2024.

Deildu þessum viðburði

24
sep
Salurinn
01
okt
Bókasafn Kópavogs
29
okt
Bókasafn Kópavogs
05
nóv
Bókasafn Kópavogs
26
nóv
Salurinn
03
des
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

18
sep
Gerðarsafn
19
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

19
sep
Salurinn
19
sep
Bókasafn Kópavogs
20
sep
Bókasafn Kópavogs
20
sep
Bókasafn Kópavogs
20
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
20
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
11
okt
12
okt
Salurinn
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira

Menning í Kópavogi

19
sep
Salurinn
21
sep
Salurinn
24
sep
Salurinn
25
sep
Salurinn
26
sep
Salurinn
27
sep
Salurinn
27
sep
Salurinn
11
okt
12
okt
Salurinn
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira