16.jún 15:00 - 16:00

Komd’inn | Perúskar stuttmyndir

Gerðarsafn

Gerðarsafn

Verið velkomin á sýningu fjögurra stuttmynda eftir perúska listamanninn Rafael Hastings (1945-2020), The Unconditioned Unconcealment (Four Short Films on the Act of Disappearing) frá 1974, sunnudaginn 16. júní kl. 15:00 í Gerðarsafni. Einnig verður sýnd stutt heimildarmynd um yfirfærslu stuttmyndanna á stafrænt form. Aðgangur er ókeypis og öll eru velkomin.

Rafael Hastings (1945-2020) var perúskur fjöllistamaður og voru kvikmyndir hans hreyfiafl í suður-amerískri kvikmyndagerð. Sérstaða hans felst í tilraunakenndum stílbrögðum og samruna mismunandi listrænna þátta.

Hugo Llanes myndlistarmaður kynnir myndirnar og lífshlaup Rafael Hastings í stuttu máli á undan sýningu myndanna.

Nánar:

Stikla úr myndunum: https://www.youtube.com/watch?v=6zRfVW_A97k

Stuttmyndirnar, The Unconditioned Unconcealment (Four Short Films On The Act Of Disappearing) (1974) byggði Hastings á verkum Fernando Llosa Porras, sem rannsakaði forna kínverska goðsögn sem segir frá upphafi nýs tímabils á táknrænan hátt. Llosa Porras benti á að kjarni þessarar goðsagnar líktist goðafræði menningarheimanna í Andesfjöllum og Mesóameríku.

Stuttmyndirnar fjórar voru sýndar árið 1976 í Lima í Perú fyrir örfáa áhorfendur og voru síðar sýndar í New York. Í Perú var sýningu á þeim hafnað vegna atriða sem innihéldu nekt. Það var þá sem framleiðandinn, Juan Barandiarían, ákvað að gera útgáfur af myndunum fyrir almenning sem væri hægt að dreifa í kvikmyndahús en var þetta gert gegn vilja höfundarins. Með tímanum týndust bæði eintök af þessum útgáfum og afrit Hastings sjálfs.

Eftir að myndirnar höfðu verið týndar í 50 ár tók það perúska sýningarstjórann José-Carlos Mariátegui næstum tvo áratugi að finna þær en myndirnar fundust loksins í Spanish Cinematheque árið 2021. Þetta gerðist nokkrum mánuðum eftir að Hastings lést.

Með því að bjarga kvikmyndum Hastings frá glötun og kynna kvikmyndagerð hans í Perú og á alþjóðavettvangi, er miðað að því að viðurkenna gildi verka hans og framlag hans til kvikmyndasögu í Perú og Rómönsku-Ameríku. Stafræn endurgerð, skráning og varðveisla var möguleg þökk sé styrkveitingum frá Audiovisual Preservation Stimulus og frá menningar- og menntamálaráðuneyti Perú.

Hugo Llanes (f. 1990) fæddist í Xalapa, Mexíkó og býr í Reykjavík. List hans felur í sér rannsókn á sprungum í pólitískum og félagslegum kerfum og þeirri fagurfræði sem sprettur upp úr þeim. Verk hans eru meðal annars afleidd málverk, æt verk, innsetningar, og staðarsértækir og staðbundnir gjörningar. Hann horfir á félagslegar aðstæður, eins og fólksflutninga á milli landa, misnotkun valds og áhrif síðnýlendustefnu á þróun sjálfsmyndar í Rómönsku Ameríku, auk þess sem hann vinnur með mat sem viðfangsefni félagsfræðilegrar krísu og mótun merkingar í gegnum matargerð. Verk hans bjóða áhorfandanum að íhuga og gaumgæfa, auk þess að taka þátt.

Llanes er með BA-gráðu í myndlist frá Veracruz-háskóla í Mexíkó, meistaragráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands og vinnur nú að meistaragráðu í umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

23
des
Náttúrufræðistofa Kópavogs
23
des
Gerðarsafn
30
des
Salurinn
03
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

04
jan
Bókasafn Kópavogs
06
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
16:15

Tunglið

Sjá meira

Gerðarsafn

23
des
Gerðarsafn
11
jan
Gerðarsafn
25
jan
19
apr
Gerðarsafn

Sjá meira