01.sep 15:00 - 16:00

Leiðsögn listamanna | Jóhanna Ásgeirsdóttir og Ásgerður Heimisdóttir

Gerðarsafn

Gerðarsafn

Verið velkomin á leiðsögn þeirra Jóhönnu og Ásgerðar um sýninguna Af ýmsum gerðum í Gerðarsafni sunnudaginn 1. september kl. 15:00.

Af ýmsum gerðum er rannsóknarvinna tveggja kvenna á eigin sköpunarferli og stöðu í samfélaginu sem skapandi konur í samanburði við formæður. Sýningin er óður til Gerðar Helgadóttur, brautryðjenda og kvennskörungs, nafn hverrar Gerðarsafn ber.

Jóhanna Ásgeirsdóttir (1993) myndlistarmaður og kennari. Hún vinnur innsetningar, upplifanir og skúlptúra innblásna af raunvísindum og umhverfismálum. Hún lauk grunnnámi í myndlist frá New York University og meistaranámi í listkennslu frá Listaháskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í og sýningarstýrt myndlistarsýningum á Íslandi, Berlín og New York. Hún starfar nú sem listrænn stjórnandi listahátíðarinnar List án landamæra, sem kennari í Myndlistaskóla Reykjavíkur og við ýmis skapandi verkefni.

Ásgerður Heimisdóttir (1993) er textíllistamaður og hönnuður. Ása vinnur með orð, texta, prjón, vefnað, klippimyndir og teikningu. Hún hefur stundað nám við textíldeild Myndlistaskóla Reykjavíkur og vöruhönnunardeild Listaháskóla Íslands. Hún situr í ritstjórn Vía vefútgáfu og Uppskeru listmarkaðar. Hún starfar nú sem verkefnastjóri hjá As We Grow ásamt því að stýra listasmiðjum á söfnum og sinna öðrum skapandi verkefnum.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

13
júl
Menning í Kópavogi
14
júl
Bókasafn Kópavogs
15
júl
Bókasafn Kópavogs
16
júl
Bókasafn Kópavogs
16
júl
Bókasafn Kópavogs
17
júl
Salurinn
Mynd: Saga Sig
18
júl
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

21
júl
Bókasafn Kópavogs
22
júl
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Gerðarsafn

23
júl
Gerðarsafn
06
ágú
Gerðarsafn
08
ágú
Gerðarsafn
20
ágú
02
nóv
Gerðarsafn
20
ágú
Gerðarsafn

Sjá meira