27.mar 15:00

Leiðsögn með Æsu Sigurjónsdóttur

Gerðarsafn

Leiðsögn um sýningarnar Ad Infinitum og 08-18 (Past Perfect).

Æsa Sigurjónsdóttir listfræðingur og sýningarstjóri verður með leiðsögn um sýningu Elínar Hansdóttur og Úlfs Hanssonar, Ad Infinitum, og sýningu Santiagos Mostyn, 08-18 (Past Perfect). Sýningarnar tvær eru hluti af dagskrá Ljósmyndarhátíðar Íslands 2022. 
Æsa Sigurjónsdóttir er listfræðingur og dósent við Háskóla Íslands. Hún hefur skrifað um sjónmenningu, ljósmyndir og samtímalist á innlendum og erlendum vettvangi og birt fjölda fræðigreina um þau efni. Hún er einn höfunda bókarinnar Fegurðin er ekki skraut. Íslensk samtímaljósmyndun sem kom út 2020, en henni ritstýrði Æsa ásamt Sigrúnu Ölbu Sigurðardóttur. Þá er hún einn höfunda ritsins A World History of Women Photographers sem er væntanleg hjá Thames & Hudson.
Æsa hefur lengi starfað á vettvangi sýningarstjórnunar og unnið með ýmsum listamönnum í tengslum við textaskrif og sýningargerð. Þar má nefna Halldór Ásgeirsson, Harald Jónsson, Katrínu Elvarsdóttur, Kristleif Björnsson, Ólöfu Nordal, Ósk Vilhjámsdóttur, Sigurð Árna Sigurðsson, Sigurð Guðjónsson, Pétur Thomsen og Spessa. Hún vann að sýningunni Vísitasíur í Listasafninu á Akureyri með listamönnunum Bryndísi Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson (2021). Hún er ritstjóri og meðhöfundur bókarinnar Óræð Lönd. Samtöl í sameiginlegum víddum, sem fjallar um rannsóknarlist þeirra Bryndísar og Marks, en bókin er gefin út af Gerðarsafni með stuðningi Rannís.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

12
sep
Salurinn

Tvíhöfði | Af fingrum fram í 15 ár

14
sep
Salurinn
20:30

Himinn & jörð

14
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Tala og spila

14
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
13:00

Haustkórónur með ÞYKJÓ

16
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Sófaspjall um andleg mál

17
sep
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

18
sep
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

18
sep
Bókasafn Kópavogs
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

18
sep
Gerðarsafn
12:15

Hljóðvefur um Hamskipti

07
okt
12
okt
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

04
nóv
09
nóv
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

29
nóv
30
nóv
Salurinn
20:00

Jazzkonur kynna, Jólajazz!

Sjá meira

Gerðarsafn

18
sep
Gerðarsafn
22
sep
Gerðarsafn
26
sep
Gerðarsafn
09
okt
Gerðarsafn
26
okt
05
jan
Gerðarsafn

Sjá meira