19.ágú 14:00 - 15:00

Leiðsögn með Ólafi Gíslasyni

Gerðarsafn

Ólafur Gíslason listfræðingur verður með leiðsögn um sýninguna Fora í Gerðarsafni laugardaginn 19. júní kl. 14:00. Öll eru hjartanlega velkomin.

„Myndlistarverk verður aldrei endursagt í orðum. Orðin hafa sinn efnislega grunn í hljóðstöfunum sem koma úr kverkum okkar og ná til eyrnanna, myndlistarverkið á sinn efnislega grunn í áþreifanlegu efni þess og endurkasti birtunnar er höfða til sjónskyns og snertiskyns. Hegel orðaði það þannig að listaverkið fæli í sér „skynjanlega birtingarmynd hugmyndarinnar“. Þar glímdi hann við þau samskipti „anda“ og „efnis“ sem evrópsk heimspekihefð hefur glímt við allt frá dögum Platons.“ – úr texta Ólafs Gíslasonar í sýningarskrá Fora, Bucranium.

Verk Rósu eru könnun á geometríu og klassískri formgerð með vísunum í arkitektúr og rússneskan konstrúktivisma. Skúlptúrar hennar spila á mörkum þess klassíska og nútímalega jafnframt í fagurfræði og efnisnotkun. Verk í við, gifs, keramik og gler skapa samspil við umhverfi sitt hvort sem það er staðbundið verk í borgarlandslagi eða skúlptúrar sem hverfast um sýningarrými.
Rósa Gísladóttir (f. 1957) nam myndlist í Þýskalandi, Bretlandi og á Íslandi. Verk hennar hafa verið sýnd víða hérlendis og erlendis, þar á meðal í Scandinavia House í New York, Saatchi Gallery í London, Listasafni Reykjavíkur, Hafnarborg, Listasafni Árnesinga og Berg Contemporary. Hún var fyrsti handhafi Gerðarverðlaunanna 2020, en þau eru veitt árlega framúrskarandi myndlistarmanni sem vinnur með skúlptúr og rýmisverk.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

03
apr
Salurinn
03
apr
Bókasafn Kópavogs
03
apr
Gerðarsafn
04
apr
Salurinn
20:30

Belonging?

04
apr
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

05
apr
Bókasafn Kópavogs
05
apr
Gerðarsafn
07
apr
Bókasafn Kópavogs
07
apr
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
12:00

Stólajóga

03
maí
04
maí
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

03
apr
Gerðarsafn
05
apr
Gerðarsafn
30
apr
10
ágú
Gerðarsafn

Sjá meira