21.jan 14:00

Leiðsögn um byggingarlist

Gerðarsafn

Síðastas sýningarhelgi Geómetríu.

Loji Höskuldsson myndlistarmaður og áhugamaður um módernískan arkitektúr talar um hús Sigvalda Tordarsonar í tengslum við sýninguna Geómetríu.

Eitt af aðaleinkennum geómetrísku abstraktlistarinnar er áhersla á liti og form. Loji mun skoða tengingar milli myndlistar og byggingarlistar 6. áratugarins, þegar módernisminn kom á fullu farti inn í íslenskar listir og menningarlíf.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Loji Höskuldsson (f. 1987) er íslenskur listamaður. Hann útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2010. Í myndlist sinni kannar hann hefðbundnar og nýjar leiðir í útsaumi, tækni sem hann hefur þróað og unnið með móður sinni. Í útsaumi Loja er viðfangsefnið fengið úr hversdagsleikanum, plöntur, ávextir og hlutir sem finnast á heimilum.

Geómetría er sýning á verkum íslenskra listamanna sem voru í forystu geómetrískrar abstraktlistar á 6. áratugnum. Var þetta í fyrsta sinn í íslenskri listasögu sem hópur íslenskra listamanna var samstíga því sem var að gerast á alþjóðavettvangi. Innan íslensku geómetríunnar voru listakonur áberandi hluti af kjarnanum, má þar nefna Gerði Helgadóttur, Nínu Tryggvadóttur og Guðmundu Andrésdóttur. Sýningin var opnuð 8.október 2022 og stendur yfir til 22. janúar 2023. Sýningarstjórar eru Brynja Sveinsdóttir og Cecilie Gaihede.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

21
des
Salurinn
21
des
Bókasafn Kópavogs
22
des
Menning í Kópavogi
13:00

Jólalundur

22
des
Náttúrufræðistofa Kópavogs
23
des
Náttúrufræðistofa Kópavogs
23
des
Gerðarsafn
30
des
Salurinn
03
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

04
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Gerðarsafn

23
des
Gerðarsafn
11
jan
Gerðarsafn
25
jan
19
apr
Gerðarsafn

Sjá meira