14.ágú 12:15 - 13:00

Leiðsögn um Hamskipti og skúlptúrgarðinn

Gerðarsafn

Gerðarsafn

Verið hjartanlega velkomin á leiðsögn með Brynju Sveinsdóttur forstöðumanni Gerðarsafns, um sýninguna Hamskipti og nýja skúlptúrgarðinn við Gerðarsafn. Leiðsögnin hefst kl. 12.15 í Gerðarsafni, miðvikudaginn 14. ágúst. Öll eru hjartanlega velkomin!

Sýningin Hamskipti varpar ljósi á einstaka arfleifð Gerðar Helgadóttur í íslenskri myndlist sem ber vitni um djúpa leit hennar að fagurfræðilegum sannleika. Sköpunarkraftur Gerðar var mikill, hugmyndirnar óteljandi og athugun hennar djúp og leitandi. Gerður var frumkvöðull innan höggmyndalistar og brautryðjandi í þrívíðri abstraktlist á Íslandi. Hún ögraði viðurkenndum hugmyndum um myndlist með tilraunakenndri nálgun sinni. Færni hennar var gífurleg, hún tileinkaði sér tækni fjölda flókinna aðferða og vann þvert á miðla, skapandi, dansandi, svífandi lipur, en á sama tíma svo kröftug.

Tilraunakennd, stórhuga og framúrstefnuleg nálgun Gerðar markaði henni sess sem einn helsti myndhöggvari þjóðarinnar og kallast sterkt á við myndlist samtíma okkar. Listaverkin standa eftir sem ummerki um reynslu listamannsins og könnun hennar á umhverfinu, og auka skilning okkar á tilvistinni þá og nú. Sýningarstjóri er Cecilie Cedet Gaihede.

Samhliða sýningunni kom út bókin Leitað í tómið – Listferill Gerðar Helgadóttur í ritstjórn Cecilie Cedet Gaihede.

Ljósmynd: Leifur Wilberg.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

11
sep
Bókasafn Kópavogs
11
sep
Salurinn
12
sep
Salurinn
12
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

13
sep
Bókasafn Kópavogs
13
sep
15
sep
Bókasafn Kópavogs
11
okt
12
okt
Salurinn
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

21
sep
Gerðarsafn
15:00

Leiðsögn

Sjá meira