08.jan 2026 15:00 - 16:00

Lesið á milli línanna

Bókasafn Kópavogs

Lindasafn

Lesið milli línanna hittist á Lindasafni 8. janúar þar sem aðalsafn er lokað frá 5.-20. janúar. Sjáumst hressar á Lindasafni.

Á fundinum 8. janúar tökum við fyrir bókina Í skugga trjánna eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttir.

Í skugga trjánna er skáldævisaga í anda Skeggs Raspútíns sem kom fyrst út árið 2016 og hlaut frábærar viðtökur bæði lesenda og gagnrýnenda. Guðrún Eva Mínervudóttir tekst hér á við veruleikann af einlægni og áræðni, svo úr verður áhrifamikil saga – full af húmor, hlýju og skáldlegri visku.„Sagt er að í enskum farsa séu allir í örvæntingu að reyna að losna úr pínlegum aðstæðum en í spænskum farsa séu allir á barmi taugaáfalls en hafi lúmskt gaman af því. Og nú þegar líf mitt var enn einu sinni orðið að brandara lá beinast við að spyrja hvort farsinn væri enskur eða spænskur. Uppákomurnar voru kannski kómískar og persónur stundum öfgakenndar, en það var ekkert lúmskt gaman hérna. Þegar einum pínlegum aðstæðum sleppti tóku við enn pínlegri aðstæður. Út í hið óendanlega kannski?“

Bókaklúbburinn hentar öllum hressum konum sem vilja hittast, lesa á milli línanna og spjalla um yndislestur á léttu nótunum. Lesin er ein bók á mánuði sem er svo rædd fyrsta fimmtudag í mánuði á fundum klúbbsins.

Allar konur velkomnar á meðan húsrúm leyfir. Hlökkum til að hitta ykkur!

Fylgist með í Facebook-hópnum Lesið á milli línanna | Bókasafn Kópavogs.

Hjartanlega velkomnar!

Deildu þessum viðburði

28
jan
Bókasafn Kópavogs
11
feb
Bókasafn Kópavogs
12
feb
Bókasafn Kópavogs
25
feb
Bókasafn Kópavogs
05
mar
Bókasafn Kópavogs
11
mar
Bókasafn Kópavogs
25
mar
Bókasafn Kópavogs
08
apr
Bókasafn Kópavogs
09
apr
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

17
jan
Gerðarsafn
19
jan
Bókasafn Kópavogs
21
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
21
jan
Bókasafn Kópavogs
21
jan
Menning í Kópavogi
23
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

24
jan
Gerðarsafn

Sjá meira

Bókasafn Kópavogs

19
jan
Bókasafn Kópavogs
21
jan
Bókasafn Kópavogs
23
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

24
jan
Bókasafn Kópavogs
24
jan
Bókasafn Kópavogs
26
jan
Bókasafn Kópavogs
27
jan
Bókasafn Kópavogs
28
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira