07.maí 12:15 - 13:00

Leslyndi með Einari Má Guðmundssyni

Bókasafn Kópavogs

Leslyndi hverfist um yndislestur og uppáhaldsbækur. Þjóðþekktir bókaunnendur stíga á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum. Ævintýri og ástarsögur, dagbækur og draumráðningar, sígildar sögur og samtímaverk, orðið er frjálst.

Einar Már Guðmundsson, rithöfundur, mætir á Bókasafn Kópavogs í maí og fjallar um nokkrar uppáhaldsbækur.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Viðburðurinn er styrktur af menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar.

***

Einar Már Guðmundsson er fæddur í Reykjavík 18. september 1954. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina 1975 og B.A. prófi í bókmenntum og sagnfræði frá Háskóla Íslands 1979. Hann bjó í Kaupmannahöfn í sex ár og stundaði framhaldsnám í bókmenntafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

Fyrsta bók Einars Más, ljóðabókin Er nokkur í kórónafötum hér inni, kom út árið 1980. Árið 1985 fékk hann fyrstu verðlaun í bókmenntasamkeppni Almenna bókafélagsins fyrir skáldsöguna Riddarar hringstigans. Síðan hefur Einar Már sent frá sér fjölda verka og hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir ritstörf sín. Bækur hans hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál og skáldsagan Englar alheimsins fékk Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1995. Samnefnd kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar var frumsýnd í Reykjavík á nýjársdag árið 2000. Einar Már fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin 2015 fyrir Hundadaga auk þess sem aðrar bækur hans hafa fengið tilnefningar til þeirra.

Deildu þessum viðburði

16
apr
Salurinn
30
apr
Salurinn
07
maí
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

03
apr
Salurinn
03
apr
Bókasafn Kópavogs
03
apr
Gerðarsafn
04
apr
Salurinn
20:30

Belonging?

04
apr
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

05
apr
Bókasafn Kópavogs
05
apr
Gerðarsafn
07
apr
Bókasafn Kópavogs
07
apr
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
12:00

Stólajóga

03
maí
04
maí
Salurinn

Sjá meira

Bókasafn Kópavogs

03
apr
Bókasafn Kópavogs
04
apr
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

05
apr
Bókasafn Kópavogs
07
apr
Bókasafn Kópavogs
07
apr
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
12:00

Stólajóga

08
apr
Bókasafn Kópavogs
08
apr
Bókasafn Kópavogs
08
apr
Bókasafn Kópavogs
09
apr
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira