05.feb 12:15 - 13:00

Leslyndi með Guðmundi Andra

Bókasafn Kópavogs

Leslyndi hverfist um yndislestur og uppáhaldsbækur. Þjóðþekktir bókaunnendur stíga á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum. Ævintýri og ástarsögur, dagbækur og draumráðningar, sígildar sögur og samtímaverk, orðið er frjálst.

Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur, mætir á Bókasafn Kópavogs í febrúarbyrjun og fjallar um nokkrar bækur sem hafa skilið eftir spor.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Viðburðurinn er styrktur af menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar.

Guðmundur Andri Thorsson fæddist í Reykjavík 31. desember 1957. Hann er íslenskufræðingur frá Háskóla Íslands og hefur skrifað fjölda bóka af ýmsu tagi. Einnig hefur hann fengist við pistlaskrif í dagblöð, þáttagerð í útvarpi, þýðingar og tónlist, sinnt ritstjórn bóka og yfirlestri og að auki hlaut hann kjör til Alþingis árið 2017 og sat þar til 2021.

Fyrsta skáldsaga Guðmundar Andra, Mín káta angist, kom út 1988 og þótti slá nýjan tón í íslenskum bókmenntum, en höfundurinn er ekki síst dáður fyrir stílfimi, hlýju og næmi gagnvart breyskum sögupersónum sínum. Meðal annarra bóka hans má nefna skáldsögurnar Íslenska drauminn frá 1991 og Sæmd frá 2013 og minningabókina Og svo tjöllum við okkur í rallið frá 2015, þar sem hann skrifar kringum ljósmyndir af föður sínum, rithöfundinum Thor Vilhjálmssyni. Sú bók var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs en áður hafði önnur bók Guðmundar Andra, sagnasveigurinn Valeyrarvalsinn frá 2011, einnig verið tilnefnd til sömu verðlauna. Valeyrarvalsinn er sú bók höfundarins sem víðast hefur farið og hefur til að mynda komið út í Frakklandi, Þýskalandi, Englandi, Danmörku og Ísrael við góðar undirtektir. Nýjasta bók hans, Synir himnasmiðs, minnir um margt á Valeyrarvalsinn að byggingu og efni og er fyrsta skáldsaga Guðmundar Andra í rúman áratug.

Deildu þessum viðburði

26
feb
Gerðarsafn
05
mar
Bókasafn Kópavogs
02
apr
Bókasafn Kópavogs
16
apr
Salurinn
07
maí
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

20
feb
17
apr
Gerðarsafn
23
feb
Salurinn
23
feb
Salurinn
24
feb
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
12:00

Stólajóga

24
feb
Bókasafn Kópavogs
24
feb
Bókasafn Kópavogs
24
feb
Náttúrufræðistofa Kópavogs
25
feb
Bókasafn Kópavogs
25
feb
Bókasafn Kópavogs
14:00

Spilastuð

Sjá meira

Bókasafn Kópavogs

24
feb
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
12:00

Stólajóga

24
feb
Bókasafn Kópavogs
24
feb
Bókasafn Kópavogs
25
feb
Bókasafn Kópavogs
25
feb
Bókasafn Kópavogs
25
feb
Bókasafn Kópavogs
14:00

Spilastuð

26
feb
Bókasafn Kópavogs
26
feb
Bókasafn Kópavogs
27
feb
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira