07.okt 15:00

Listamannaspjall | Steinunn Önnudóttir

Gerðarsafn

Steinunn Önnudóttir veitir okkur innsýn í verk sín á SKÚLPTÚR/SKÚLPTÚR.

Sunnudaginn 7. október kl. 15:00-16:00 fer fram listamannaspjall með Steinunni Önnudóttur.
Á sýningunni  SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR  býður safnið samtímalistamönnum að ganga inn í sýningu Gerðar Helgadóttur undir hatti sýningarraðarinnar og með því er gerð tilraun til að draga fram skúlptúrinn í samtímanum, ekki einungis sem mikilvægum hluta listasögunnar heldur einnig sem lifandi sjónrænu tungumáli samtímalistarinnar. Listamenn sýningarinnar í ár eru Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir, Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir, Steinunn Önnudóttir, Styrmir Örn Guðmundsson og Gerður Helgadóttir.
Athuganir Steinunnar Önnudóttur eru á bilinu milli ásetnings og tilviljana sem er ríkjandi í verkum hennar. Á sama tíma og hún tekur efnið föstum tökum skilur hún eftir rými til að leyfa því að þróast í óvæntar áttir. Steinunn fæst fyrst og fremst við málverk og skúlptúra sem renna gjarnan saman og skilin eru óljós.
Steinunn (f. 1984) útskrifaðist með BA í myndlist frá Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam árið 2011 og lauk einnig BA í grafískri hönnun frá sama skóla árið 2009. Hún býr og starfar í Reykjavík þar sem hún rekur sýningarrýmið Harbinger en hefur einnig fengist við útgáfu bóka og bókverka.
Aðgangur á safnið gildir á viðburðinn.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

27
apr
Gerðarsafn
12:00

Barnamenningarhátíð í Kópavogi

27
apr
Gerðarsafn
13:00

Leiðsögn | Þór Vigfússon og Heiðar Kári Rannversson

27
apr
Bókasafn Kópavogs
13:30

Ævintýrakórónur á Barnamenningarhátíð

27
apr
Gerðarsafn
14:30

Geimveruslamm og brúðusmiðja

27
apr
Náttúrufræðistofa Kópavogs
14:00

Fjölskyldujóga á Barnamenningarhátíð

27
apr
Gerðarsafn
13:30

Málað með mold á Barnamenningarhátíð

28
apr
Salurinn
20:00

Ástir (& Ásláttur)

30
apr
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

30
apr
02
maí
Menning í Kópavogi

Logar í skýjum

04
maí
Salurinn
14:00

Herra Hnetusmjör

06
maí
11
maí
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

03
jún
08
jún
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

Sjá meira

Gerðarsafn

27
apr
Gerðarsafn
27
apr
Gerðarsafn
27
apr
Gerðarsafn

Sjá meira