18.maí 2025 19:00

Litla messan hans Rossini

Salurinn

Salurinn
3.000 - 4.000 kr.

Óratoríusveitin flytur Petite Messe Solennelle eftir Rossini ásamt Hljómeyki, einsöngvurum og hljóðfæraleikurum.

Óratoríusveitin og söngflokkurinn Hljómeyki flytja Litlu messu Rossini (Petite messe solennelle). Stjórnandi verður Stefan Sand. Einsöngvarar verða þau Vera Hjördís Matsdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Þorbjörn Rúnarsson og Gunnlaugur Bjarnason. Eva Þyri Hilmarsdóttir og Erna Vala leika á píanó og Flemming Viðar Valmundsson leikur a harmóníku.

Þrátt fyrir nafnið (lítil hátíðleg messa) er messan þvert á móti stór í sniðum. Hún er skrifuð fyrir kór, einsöngvara, tvö píanó og eitt orgel en í flutningi þessum mun Flemming Viðar leika orgelpartinn á harmóníku. Verkið er raunar eitt af stórfenglegri verkum Rossini á síðari hluta ferilsins. Í verkinu má auðheyrilega finna óperulegt yfirbragð í dramatískum laglínum og augnablikum en einnig kyrrláta andlega fegurð. Rossini kallaði verkið sjálfur ,,síðasta synd gamals manns” og endurspeglar það hæfileika hans til að sameina hið helga og hið leikræna, jafnvel í trúarlegu samhengi.

Óratoríusveitin er nýtt félag sem stofnað var af Stefani Sand stjórnanda og söngvurunum Gunnlaugi Bjarnasyni og Veru Hjördísi Matsdóttur. Félagið stendur að flutningi á óratoríum og öðrum konsertverkum skrifuð fyrir söngvara og hljóðfæraleikara. Markmið sveitarinnar er að skapa ungu og upprennandi tónlistarfólki sem eru að stíga sín fyrstu skref að námi loknu, tækifæri til að koma fram við hlið reyndara tónlistarfólks og öðlast þar með dýrmæta reynslu. Sveitin leitast einnig við að brjóta upp hið hefðbundna tónleikaform, t.d. með því að leggja áherslu á túlkunar- og leiklistarlegu hlið verkanna og þar með styrkja sjónræna upplifun áheyrenda.

Deildu þessum viðburði

17
des
Salurinn
19
feb
Salurinn
27
feb
Salurinn
12
mar
Salurinn
14
mar
Salurinn
15
mar
Salurinn
21
mar
Salurinn

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

01
des
23
des
Bókasafn Kópavogs
01
des
23
des
Bókasafn Kópavogs
15
des
Bókasafn Kópavogs
16
des
Bókasafn Kópavogs
16
des
Bókasafn Kópavogs
17
des
Bókasafn Kópavogs
17
des
Salurinn
17
des
Bókasafn Kópavogs
17
des
Bókasafn Kópavogs
18
des
Bókasafn Kópavogs
18
des
Gerðarsafn
22
des
23
des
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Salurinn

17
des
Salurinn
11
jan
Salurinn
01
feb
Salurinn
13:30

Dáland

07
feb
02
nóv
Salurinn
19
feb
Salurinn
27
feb
Salurinn
01
mar
Salurinn

Sjá meira