23.ágú ~ 30.ágú

Ljáðu mér eyra

Menning í Kópavogi

Sundlaug Kópavogs

„Ljáðu mér eyra“ (2023) er listasýning sem kannar hlustun með því að rýna í hugtakið.

Allir vilja að hlustað sé á þá en ekki allir eru góðir í að hlusta.

Þannig myndaðist hugmyndin á bakvið verkið. Hver væri betri hlustandi heldur en mannveran? Einn galli okkar sem hlustendur er að sjálfið flækist fyrir, við jafnvel rangtúlkum orð annarra, upphefjum eigin skoðun með því að nota það sem við heyrum til að rökstyðja hana. Kostur „Ljáðu mér eyra“ sem hlustanda er að vegna skorts á sjálfi furueyrans er hlustað með fullkomnu hlutleysi og enginn dómur felldur um orð þín.


Komdu við og deildu því sem nagar hjartarætur.

Hvað óttastu helst?
Hvað er það fyrsta sem þú hugsar um þegar þú vaknar?
Hvað í fari ástvina þinna gerir þig glaða/n?
Hvað er að gerast í lífi þínu núna?

Eyrað heyrir allt, ekkert er því óviðkomandi.

Verkið var unnið á vegum Skapandi sumarstarfa í Kópavogi af Lilju Maríu Hönnudóttur (f. 1999) Það var upprunalega sýnt í Safnahúsi Kópavogs, en er nú í Sundlaug Kópavogs á meðan Hamraborg Festival stendur yfir.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

05
okt
Bókasafn Kópavogs
05
okt
Bókasafn Kópavogs
05
okt
Salurinn
05
okt
Bókasafn Kópavogs
05
okt
Menning í Kópavogi
06
okt
Salurinn
07
okt
12
okt
Bókasafn Kópavogs
07
okt
Bókasafn Kópavogs
08
okt
Salurinn
14
okt
21
okt
Bókasafn Kópavogs
04
nóv
09
nóv
Bókasafn Kópavogs
29
nóv
30
nóv
Salurinn

Sjá meira

Menning í Kópavogi

05
okt
Menning í Kópavogi

Sjá meira