Á efnisskránni verða flutt 3 splunkuný verk eftir tónskáld sem eru búsett á Íslandi. Verkin er samin sérstaklega fyrir Duo Ultima á þessu ári. Ásamt nýju verkunum verður flutt Sónata eftir rússneska tónskáldið Edison Denisov og stutt Intermezzo eftir Atla Heimi Sveinsson. Sjaldan eru flutt ný verk fyrir saxófón og píanó, svo hér gefst gott tækifæri til að kynnast nútímatónlist fyrir þessa hljóðfærasamsetningu
Ef keyptir eru miðar á alla tónleikana fæst 50% afsláttur af miðaverði