Sigga Eyrún fagnar útgáfu annarrar sólóplötu sinnar. Í þetta sinn er um að ræða frumsamin lög eftir Karl Olgeirsson og önnur falleg lög sem þau hafa sungið fyrir börnin okkar og vilja deila með heiminum. Platan kemur út á vínyl og geisladisk og verður að finna á helstu streymisveitum.