Magma gítardúó, Svanur Vilbergsson og Óskar Magnússon, frumflytur glænýja íslenska tónlist sem hefur sérstaklega verið samin fyrir þetta þetta tilefni. Þeir félagar hafa starfað saman um árabil á einn eða annan hátt og hafa getið sér gott orð sem bæði einleikarar og kammerspilarar hérlendis og erlendis.
Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.
Efnisskrá
Oliver Kentish
Dúó (2025) – frumflutningur
Guðmundur Steinn Gunnarsson
Nýtt verk (2025) – frumflutingur
Daniele Basini
Nýtt verk (2025) – frumflutningur
Svanur Vilbergsson hefur haldið einleikstónleika víða um heim, m.a. í Bandarikjunum, Hollandi, Spáni, Englandi, Belgíu og Írlandi. Hann hefur komið fram í sjónvarpi í Bandaríkjunum og á Spáni og var valinn fyrir Íslands hönd til þátttöku í norsk-íslenska menningarverkefninu Golfstraumurinn. Hann hefur frumflutt fjölmörg verk fyrir gítar, bæði einleiks- og kammerverk en hann er meðlimur í Íslenska gítartríóinu og Stirni Ensemble auk Magma gítardúetts. Árið 2011 kom út fyrsti einleiksdiskur Svans sem kallast Four Works og hefur honum verið einkar vel tekið. Svanur er einn listrænna stjórnenda og stofnenda alþjóðlegu gítarhátíðarinnar Midnight Sun Guitar Festival.
Óskar Magnússon er fæddur 1989 og tók sín fyrstu skref sem rafgítarleikari ungur að aldri. Hann lék í ýmsum hljómsveitum en öðlaðist einnig góðan grunn á bassa og trommur. Á tvítugsaldri fór Óskar að hallast að klassískum gítarleik og lauk hann B. Mus gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2017 og meistaragráðu frá San Francisco Conservatory of Music tveimur árum síðar. Óskar hefur komið víða fram sem einleikari og tekið þátt í ýmsum gítarhátíðum eins og Cordoba Guitar Festival á Spáni, Forum Guitar Festival í Vínarborg, Florida Guitar Foundation í Miami og hlaut hann einnig fyrsta sæti í gítarkeppninni Gohar and Ovanes Guitar Competition í Los Angeles árið 2018.
Viðburðurinn er liður í Menningu á miðvikudögum sem styrkt er af Menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar.