Meistaraverk í smíðum
Höfundar: Kristín Þorsteinsdóttir og Sigríður Halla Eiríksdóttir
Leikarar: Kristín Þorsteinsdóttir, Sigríður Halla Eiríksdóttir og Yngvi Margeirsson
Full time pælari og frumkvöðull, atvinnulaus hjæukrunarfræðingur og tónlaus tónlistarkennari stofna hljómsveit með það markmið að spila í brúðkaupi.
Einn bílskúr, tvær fiðlur, trommusett og draumur. Hvað gæti klikkað?
Meistaraverk í smíðum er stuttmynd sem fjallar um ástríðu, árekstra, listrænar ádeilur og djúpa löngun að afreka eitthvað stórfenglegt. Við fáum að kíkja inn í bílskúr og fylgjast með þessum þremur einstaklingum takast á við það verkefni að búa til æsandi, áhrifamikið og ógleymanlegt tónlistaratriði eða að minnsta kosti sjá þau reyna að flytja eitt sæmilegt lag.
Ókeypis aðgangur og öll velkomin!