20.jún 12:15

Menning á miðvikudögum

Gerðarsafn

Miðvikudaginn 20. júní kl. 12:15 verður boðin hádegisleiðsögn um Kópavogskirkju með sr. Sigurði Arnarsyni sóknarpresti.

Miðvikudaginn 20. júní kl. 12:15 verður boðin hádegisleiðsögn um Kópavogskirkju með sr. Sigurði Arnarsyni sóknarpresti. Mun hann fræða gesti um steinda glugga Gerðar Helgadóttur sem prýða Kópavogskirkju ásamt því að gefa innsýn í framkvæmdir sem standa nú yfir á steindum gluggum suðurhliðar kirkjunnar. Gluggarnir hafa þegar verið teknir niður og sendir til viðgerða til Oidtmann bræðra í Þýskalandi en er það sama glerverkstæði og Gerður vann með í lifanda lífi. 
Gerður nam gluggagerðarlist í París hjá hinu þekkta Barillet verkstæði og skarta fjölda kirkjur gluggum eftir hana bæði erlendis og á Íslandi og má þar nefna Skálholtskirkju, sem var það verk sem listakonan mat sjálf einna mest. Að lokinni leiðsögn er tilvalið að skoða sýninguna Gerður: Yfirlit sem stendur nú yfir í Gerðarsafni. Á sýningunni er sjónum beint að fjölbreyttum listferli og ævi Gerðar, allt frá námsárum hennar til síðustu æviára, en hún lést fyrir aldur fram aðeins 47 ára gömul. 

Erindið er liður í dagskránni Menning á miðvikudögum á vegum Menningarhúsanna í Kópavogi. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

28
mar
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

28
mar
Gerðarsafn
29
mar
Salurinn
30
mar
Salurinn
30
mar
Salurinn
31
mar
Bókasafn Kópavogs
31
mar
Bókasafn Kópavogs
31
mar
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
12:00

Stólajóga

03
maí
04
maí
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

28
mar
Gerðarsafn
01
apr
Gerðarsafn
03
apr
Gerðarsafn
05
apr
Gerðarsafn
30
apr
10
ágú
Gerðarsafn

Sjá meira