13.ágú ~ 11.okt

NEW RELEASE | Cycle listahátíð

Gerðarsafn

13.08.2015-11.10.2015
Á sýningunni NEW RELEASE er reynt á þolmörk sniðmengis tónlistar og myndlistar en sýningin er hluti alþjóðlegu listahátíðarinar CYCLE sem fór fram í menningarhúsum og almenningsrýmum í Kópavogi 13.-16. ágúst. Á sýningunni eru verk íslenskra og erlendra listamanna sem standa á mörkum samtímatónlistar, gjörningalistar, myndlistar og hljóðlistar.
NEW RELEASE er undir stjórn breska sýningarstjórans Nadim Samman. Samman er breskur sýningarstjóri búsettur í Berlín. Hann er annar tveggja stjórnenda Import Projects, ritstjóri Near East Magazine og sýningarstjóri hjá Thyssen-Bornemisza Art Contemporary. Hann lærði heimspeki við University College London áður en hann lauk doktorsgráðu í Listasögu við Courtauld Institute of Art. Nadim stýrði fjórða Marrakech tvíæringnum ásamt Carson Chan 2012. Á síðasta ári sýningarstýrði hann Antarctopia: The Antarctic Pavilion, fjórtánda Feneyjartvíæringnum í arkitektúr og Treasure of Lima: A Buried Exhibition sem var einstök staðarsýning á Kyrrahafseyjunni Isla del Coco.
Listamenn sýningarinnar eru Andreas Greiner (DE) & Tyler Friedman (US), Berglind María Tómasdóttir (IS), Bergrún Snæbjörnsdóttir (IS), Boris Ondreička (SK), Charles Stankievech (CA), Christina Kubisch (DE), Curver Thoroddsen (IS), Einar Torfi Einarsson (IS), Gjörningaklúbburinn (IS), Hulda Rós Guðnadóttir (IS), Jeremy Shaw (CA), Katrína Mogensen (IS), Logi Leó Gunnarsson (IS), Ólafur Elíasson (DK/IS), Sigtryggur Berg Sigmarsson (IS), Sigurður Guðjónsson (IS) & Þráinn Hjálmarsson (IS).

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

22
apr
Bókasafn Kópavogs
22
apr
30
ágú
Bókasafn Kópavogs
22
apr
Salurinn
23
apr
Bókasafn Kópavogs
23
apr
Bókasafn Kópavogs
16:00

Hananú!

23
apr
Salurinn
20:00

Fever!

24
apr
Bókasafn Kópavogs
24
apr
Menning í Kópavogi
03
maí
04
maí
Salurinn
24
maí
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

30
apr
10
ágú
Gerðarsafn

Sjá meira