20.maí 16:00 - 18:00

Opnun | Fylgið okkur og GERÐUR esque

Gerðarsafn

Verið velkomin á opnun tveggja sýninga, Fylgið okkur og GERÐUResque.

Verið velkomin á sýningaropnanir!

Sýningarnar Fylgið okkur á HönnunarMars og GERÐUResque, samsýning MA nema í myndlist við LHÍ, opna samtímis í Gerðarsafni frá kl. 16-18.
Fylgið okkur
Sýningin Fylgið okkur teflir fram völdum verkum frá nýjum og upprennandi íslenskum hönnuðum sem eru nýsprottnir fram á sjónarsviðið. Hönnuðirnir eiga það sammerkt að hafa með sínum fyrstu verkum vakið athygli og eftirvæntingu, hver á sínu sviði.
Samruni og samvinna þvert á greinar er einkennandi en hönnuðirnir líta inn á við, út á við og fram á við í leit að nýjum leiðum til að takast á við viðfangsefni nútíðar og framtíðar: Sjálfbærni og fléttu samfélags við manngerð vistkerfi; vistvæna gjörnýtingu dýraafurða annars vegar og staðgengla þeirra í fæðuhringnum hins vegar; frammistöðukvíða og innblástursleysi á móti óhindruðum leik- og sköpunarkrafti; framtíð tískunnar og marglaga sjálfsmynd okkar í sýndar- og raunveruleika.

GERÐUResque
Að bíta í epli, að upplifa einangrun, þróun ofur-lífvera og hreyfiskynjun fiska í Baikal vatni… þessir þættir ásamt fleirum renna saman við líf og list Gerðar Helgadóttur í þeim fjölbreytilegu og margþættu verkum sem sjá má á sýningunni.

Gerðarsafn bauð meistaranemum við Listaháskóla Íslands og Háskóla Íslands að bregðast við listsköpun og persónu Gerðar Helgadóttur. Nemarnir fengu innsýn inn í safneignina og rannsökuðu hinar margvíslegu hliðar á lífi og listrænu starfi Gerðar. Efniviður, viðfangsefni og tækni Gerðar sem og stofnunin sjálf sem geymir verk hennar varð að lokum að innblæstri fyrir þeirra eigin listsköpun.

Mynd: Martha Haywood, 2021

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

27
mar
Salurinn
27
mar
Bókasafn Kópavogs
10:00

Holl fæða

27
mar
Bókasafn Kópavogs
27
mar
Bókasafn Kópavogs
27
mar
Gerðarsafn
28
mar
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

28
mar
Gerðarsafn
29
mar
Salurinn
03
maí
04
maí
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

27
mar
Gerðarsafn
28
mar
Gerðarsafn
01
apr
Gerðarsafn
03
apr
Gerðarsafn
05
apr
Gerðarsafn
30
apr
10
ágú
Gerðarsafn

Sjá meira