Leiðsögn Aðalheiðar Lilju Guðmundsdóttur um Skúlptúr/Skúlptúr

Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir, listheimspekingur, veitir leiðsögn um sýninguna Skúlptúr/Skúlptúr í Gerðarsafni. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir. Leiðsögnin er liður í viðburðaröðinni Menning á miðvikudögum sem er styrkt af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar. —– Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir er sjálfstætt starfandi fræðimaður. Hún nam heimspeki við Háskóla Íslands og listheimspeki við Université Paris […]
Jólapeysusmiðja með Fab Lab

Bókasafn Kópavogs í samstarfi við Fab Lab Reykjavík, býður til notalegrar jólapeysusmiðju. Komið með eigin flíkur og skreytið þær með ímyndunaraflið að vopni. Skreytingaefni (textílvínyll) og verkfæri verða á staðnum en gestir eru beðnir um að koma með eigið efni, peysur eða boli. Börn koma í fylgd með fullorðnum og efnið sem á að hitapressa […]
Vetrarórói

Vetrarsólstöður og aðventan eru efni þessarar smiðju. Við búum til vetrarsólstöðuóróa sem unnir verða í tengslum við náttúruríkin fjögur: steinaríkið, plönturíkið, dýraríkið og ríki manneskjunnar. Við notum greinar, stálþráð, ullarband, steina (eða skeljar), köngla, og aðrar gersemar til að skapa vetraróróa. Á aðventunni myndast tækifæri til þess að dýpka samband okkar við umhverfið sem við […]
Ljós og skuggar

Luktasmiðja fyrir alla fjölskylduna
Að ná í ljósið

Kolasmiðja þar sem ýmsar tilraunir verða gerðar með kol og hnoðleður til að dýpka tilfinninguna fyrir ljósi og skugga á þeim tíma ársins er hið ytra ljós sólarinnar fer dvínandi og mikilvægi hins innra ljóss fer vaxandi. Nauðsynlegt er fyrir gesti að vera í viðeigandi fatnað þar sem kolin smita út frá sér og hægt […]
Together | Fjöltyngd vefsmiðja

Velkomin í fjöltyngda listsmiðju sem leiðir saman menningarheima í gegnum vefnað!
Listamannaleiðsögn | Anna Líndal og Eygló Harðardóttir

Leiðsögn myndlistarkvennanna Önnu Líndal og Eyglóar Harðardóttur um verk sín á sýningunni Skúlptúr/Skúlptúr. Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin! Sýningaröðin Skúlptúr/Skúlptúr er nú haldin í fimmta skiptið í Gerðarsafni þar sem leitast er við að kanna hver staða höggmyndalistar sé í samtíma okkar. Sýningaröðin kannar þróun þrívíðrar myndlistar með vísunum í frumkvöðlastarf Gerðar Helgadóttur (1928-1975) […]
Söngkvartett og sveppaljóð

Kammerkvartettinn syngur glæný Sveppaljóð úr smiðju Hildigunnar Rúnarsdóttur við ljóð Melkorku Ólafsdóttur sem gefin verða út nú í haust. Auk Sveppaljóðanna, flytur kvartettinn nýlega söngkvartetta eftir Helga R. Ingvarsson og Ásbjörgu Jónsdóttur. Tónleikarnir eru á dagskrá Óperudaga 2023 og liður í röðinni Menning á miðvikudögum sem er styrkt af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar. Aðgangur er […]
Langspilssmiðja með Eyjólfi Eyjólfssyni

Hjartanlega velkomin í langspilssmiðju með Eyjólfi Eyjólfssyni, tónlistarmanni og sérlegum velgjörðarmanni íslenska langspilsins. Í smiðjunni læra þátttakendur undistöðuatriðin í langspilsleik, eins og stramm og plokk með álftafjöðrum. Einnig verður boðið upp á að strjúka strengina með hrosshársbogum. Því næst verða kennd vel valin lög úr þjóðlagasafni sr. Bjarna Þorsteinssonar sem verða að lokum flutt við […]
Jóla Ella

Jólatónleikar til Heiðurs Ellu Fitzgerald
Matjurtaspjall á Lindasafni

Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur leiðir matjurtaspjall á Lindasafni, þriðjudaginn 3. október kl. 17. Langar þig að rækta þitt eigið grænmeti? Var uppskeran ekki alveg í takt við væntingar? Ertu grænmetishvíslari? Sama hvar þú stendur í ræktun þá er matjurtaspjallið fyrir þig. Síðasta vor hófst tilraunarækt á matjurtum hjá Bókasafni Kópavogs sem hluti af sjálfbærnistefnu safnsins. Við […]
Sýningarsalir lokaðir á efri hæð

Sýningarsalir á efri hæð safnsins eru lokaðir tímabundið þar sem verið er að taka niður sýninguna FORA eftir Rósu Gísladóttur. Ný sýning Skúlptúr / skúlptúr opnar laugardaginn 30.september. Grunnsýning á verkum Gerðar Helgadóttur er opin á neðri hæðinni og auðvitað Krónikan. Breytingar eru á fræðslurýminu en opnar það fyrir helgina 23-24.september