Klippimyndasmiðja í anda H. C. Andersen

Í tilefni af sýningunni Náttúran sem sögupersóna verður boðið upp á ævintýralega klippimyndasmiðju í anda H. C. Andersen í Smáralind. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin. Vatnsdropinn er alþjóðlegt barnamenningarverkefni sem Kópavogur á frumkvæðið að og er í samstarfi við H. C. Andersensafnið í Danmörku, Múmínsafnið í Finnlandi og Undraland Ilon’s Wikland í Eistlandi.

Komd’inn: Klippimyndasmiðja

Klippimyndasmiðja í tengslum við sýninguna Að rekja brot í Gerðarsafni á Barnamenningarhátíð og verkefnið Komd’inn. Umsjón með smiðjunni hafa Marie Vesela og Þór Sigurþórsson. Allt efni verður á staðnum. Aðgangur ókeypis og öll eru hjartanlega velkomin. Marie Vesela er fædd í Prag og nam þar listfræði. Hún hefur unnið mikið með klippimyndir og hefur verið […]

Klippimyndasmiðja í anda H. C. Andersen

Í tilefni af sýningunni Náttúran sem sögupersóna verður boðið upp á ævintýralega klippimyndasmiðju í anda H. C. Andersen í Smáralind. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin. Vatnsdropinn er alþjóðlegt barnamenningarverkefni sem Kópavogur á frumkvæðið að og er í samstarfi við H. C. Andersensafnið í Danmörku, Múmínsafnið í Finnlandi og Undraland Ilon’s Wikland í Eistlandi.

Augaleið með ÞYKJÓ

ÞYKJÓ

Augaleið er skapandi listsmiðja fyrir börn frá 4 ára aldri í fylgd með fullorðnum á vegum ÞYKJÓ hönnunarteymisins í Náttúrufræðistofu Kópavogs. Smiðjan opnar augun fyrir því hvernig við sjáum veröldina og gerir okkur kleift að prófa að skoða okkur um með nýjum augum. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin. Í tilefni Barnamenningarhátíðar hefur ÞYKJÓ […]

Friðardúfan – sumarsmiðja

Búum saman til dúfur úr silkipappír, stenslum, spotta og priki. Að smiðju lokinni verður hægt að taka dúfuna með sér heim og leyfa henni að flögra um loftin blá. Leiðbeinandi er Ynja Blær Johnsdóttir, myndlistarkona og listgreinakennari.

Friðartjaldið

Verið velkomin í listasmiðjuna Friðartjaldið á Barnamenningarhátíð. Smiðjan er haldin á neðri hæð Bókasafn Kópavogs. Friðartjaldið er opið rými fyrir öll börn til þess að koma og skilja eftir mark sitt á tjaldinu með málningu, stenslum og nælum. Í sameiningu búum við til öruggt, friðsælt og listrænt rými sem verður að lokum listaverk fyrir alla […]

Ljóð ungra Kópavogsbúa

Ljóð barna sem tóku þátt í Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs 2023 verða sýnd á skjám Bókasafns Kópavogs á Barnamenningarhátíð.

Þú hefur orðið

Ný verk eftir börn af unglingastigi Kársnesskóla, unnin í Barnamenningarviku út frá sýningunni Að rekja brot. Börnin velja sér orð og minningu sem þau vinna út frá í ólíkan efnivið. Leiðbeinendur og sýningarstjórar: Melanie Ubaldo og Dýrfinna Benita Basalon. „Við viljum vita hvað orð er þeim mikilvægt og vinna út frá því orði. Þetta gæti […]

Það sem augað sér

Vatnslitamyndir eftir 120 börn úr 2. – 5. bekk og 7. – 8. bekk í Lindaskóla, unnin undir leiðsögn Sigríðar Valdimarsdóttur & Birnu Sísí.

Spor í rétta átt

Sýning á útsaumsverkum eftir krakka í unglingadeild Snælandsskóla. Verkin voru saumuð út í frjálsum útsaumi þar sem börnin teiknuðu fyrst eigin mynd á striga og saumuðu svo út. Umsjón með verkefninu hafði Gunnlaug Hannesdóttir, textílkennari.