Með vaxandi styrk | Menning á miðvikudögum

Nærandi menningarstund í hádeginu Einar Stefánsson, bass-barítón er einn af okkar ungu og upprennandi söngvurum sem er um þessar mundir að kveða sér hljóðs í söngheiminum hér heima og erlendis með vaxandi styrk. Hann kemur fram á hádegistónleikum í Salnum í Kópavogi þann 22. október ásamt Evu Þyri Hilmarsdóttur píanóleikara og flytja þau fjölbreytta efnisskrá […]

Sveppaganga í Guðmundarlundi

Langar þig í sveppamó? Laugardaginn 20. september stendur Náttúrufræðistofa Kópavogs fyrir Sveppagöngu frá kl. 11-13. Við hittums við Gamla húsið (húsið næst bílastæðinu) kl. 11 þaðan sem Jóhannes Bjarki Urbancic vistfræðingur og forsvarsmaður Sveppafélagsins leiðir fræðsluna. Takið með körfu eða annað hart ílát undri sveppina og lítinn hníf eða vasahníf til að hreinsa þá. Gaman […]

Ljósið og lífið

 Verið velkomin í fyrsta Vísindaskóla annarinnar! Að þessu sinni fræðumst við um ljóstillífun. Af hverju öndum við að okkur súrefni? Við skoðum hvernig plöntur, þörungar og bakteríur nýta sólarljós til að framleiða orku, hvernær í jarðsögunni þessir eiginlegar komu fram og hvernig ljóstillífandi lífverur lögðu grunnin að því lífi sem þekkist nú á jörð. Í […]

Geðræktarvika | Bætt andleg og líkamleg heilsa

Kristín Berta Sigurðardóttir er útskrifaður heilsunuddari frá heilbrigðisskólanum í Fjölbraut í Ármúla. Hún á einnig yfir 20 ára  feril að baki í fjármálageiranum og er með gráðu í mannauðsstjórnun.  Kristín Berta á og rekur fyrirtækið ,,Birta Heilsa” og býður þar  upp á ýmsar heilsutengdar meðhöndlanir, jafnt fyrir einstaklinga sem hópa. Í þessum fyrirlestri fer Kristín […]

Geðræktarvika | Svefn og svefnráð

Fræðsla um svefn og svefnráðFyrirlesari: Dr. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og svefnsérfræðingur Hvað gerist þegar við sofum of lítið, hvernig virkar líkamsklukkan og hvaða áhrif hefur svefn á heilsu, líðan og frammistöðu? Í fyrirlestrinum deilir Erla bæði fræðslu og hagnýtum ráðum sem hjálpa þér að tryggja betri nætursvefn. Viðburðurinn er hluti af geðræktarviku Bókasafns Kópavogs sem […]

Komdu í Kópavog

Við bjóðum öll velkomin á opið hús menningarhúsanna laugardaginn 13. september frá kl. 13 – 16 Eva Ruza ásamt forstöðumönnum menningarhúsanna fer yfir dagskrá vetrarins og við fáum að sjá brot af því besta. Smiðjur, tónlist, happdrætti, ratleikur og veitingar í boði. Dagskrá: SALURINN13:30 – 14:30 Kynning á vetrardagskrá Menningarhúsanna með Evu Ruza14:30 Bæjarlistamaðurinn Sigríður […]

Bjargráð og leiðir gegn einmanaleika

Félag kvenna í Kópavogi og Bókasafn Kópavogs taka höndum saman í viku einmanaleikans og bjóða upp á fræðslu, skemmtun og spjall þann 7. október kl. 17 – 19. Vika einmanaleikans er vitundarvakning Kvenfélagasambands Íslands gegn einsemd og einmanaleika. Verkefninu er ætlað að opna á umræðu um einmanaleika í samfélaginu, upplýsa almenning um orsakir og afleiðingar,hvetja […]

Dúó Freyja – Útgáfutónleikar

Dúó Freyja heldur útgáfutónleika með nýrri plötu laugardaginn 27.9. 2025 kl. 13:30. Dúó Freyju skipa mæðgurnar Rannveig Marta Sarc, fiðluleikari og Svava Bernharðsdóttir, víóluleikari. Á þessum tónleikum flytja þær fjögur ný íslensk verk sem samin voru fyrir þær, ásamt hinum vinsælu Madrigölum eftir Bohuslav Martinu. Fyrri diskur Dúó Freyju kom út í tilefni af sextugsafmæli […]

Leiðsögn sýningarstjóra og listamanna | Corpus

Verið öll velkomin á leiðsögn um sýninguna Corpus með Daríu Sól Andrews sýningarstjóra og listamannatvíeykisinu Klāvs Liepiņš & Renāte Feizaka sunnudaginn 21. september kl. 15:00 í Gerðarsafni. Klāvs Liepiņš (f.1991) og Renāte Feizaka (f.1987) eru listatvíeyki sem vinna saman bæði í Lettlandi og á Íslandi. Í listsköpun sinni rannsaka þau tengsl mannslíkamans við vistfræðileg kerfi […]

Geðræktarvika | Að sinna andlegri heilsu – Geðrækt fyrir unglinga

Hvað er geðheilsa og hvernig geta unglingar stundað geðrækt? Í þessu erindi verður leitast við að svara þessum spurningum. Farið verður yfir grundvallaratriði geðræktar og hvernig er hægt að sinna geðheilsunni, jafnvel í dagsins önn. Meðal þess sem fjallað verður um er núvitund, streita, slökun, sjálfsmynd og sjálfstraust. Einfaldar leiðir til geðræktar verða kynntar og […]

Geðræktarvika | Stólajóga

Jógakennarinn Kristín Harðardóttir býður upp á létt stólajóga. Tilvalið fyrir öll að mæta og fara slök inn í vikuna. Viðburðurinn fer fram í Huldustofu á þriðju hæð aðalsafns. Hvorki er þörf á íþróttaklæðnaði né jógadýnu. Erindið er hluti af geðræktarviku Bókasafns Kópavogs sem haldin er til að styðja við og vekja athygli á gulum september. […]

Vaka þjóðlistahátíð 2025

VAKA þjóðlistahátíð 2025 fagnar lifandi hefðum dagana 15. – 21. september með fjölbreyttum viðburðum fyrir alla fjölskylduna. Á VÖKU 2025 verður í boði að hlýða á marga helstu kvæðamenn Íslands, fræðast og njóta þjóðlagatónlistar frá Íslandi og Noregi, kynna sér nýútgefin íslensk dans- og sönglög frá 19. öld, kynna sér íslenskt handverk fyrri alda sem […]