Plöntuskiptimarkaður

Hefur þú fengið leið á blómunum í stofunni? Vantar þig nýja plöntu í eldhúsið? Komdu með pottaplöntu(r), blóm og/eða afleggjara á aðalsafn og sjáðu hvort þú finnir eitthvað spennandi í staðinn. Inni-og útiblóm velkomin. Plöntuskiptamarkaðurinn verður uppi miðvikudaginn 28. maí til miðvikudagsins 4. júní. Laugardaginn 31. maí verður Garðyrkjufélag Íslands einnig með plöntuskiptidag fyrir utan […]
Plöntuskiptidagur Garðyrkjufélags Íslands

Árlegur plöntuskiptidagur Garðyrkjufélags Íslands fer fram við aðalsafn laugardaginn 31. maí kl. 12-14. Komdu með pottaplöntur og afleggjara, inniblóm og útiblóm, stór og smá og taktu plöntu með þér heim í staðinn. Allt grænt og vænt velkomið!
Lautarferðin

Komið með í Lautarferð! Boðið er upp á á ljúfa tóna í grennd við frábær útivistasvæði Kópavogs. Fyrri viðburðurinn verður í Vinabæjarlundi í Kópavogsdal (neðan við Digraneskirkju) kl 14, þann 13. júlí næstkomandi. Hugmyndin er sú að fólk mæti, njóti lifandi tónlistar, með teppi og snarl í góðra vina hópi. Viðburðirnir bera heitið „Lautarferðin“ og […]
Innsýn í grafíklist | Valgerður Hauksdóttir | Alþjóðlegi safnadagurinn

Í tilefni af Alþjóðlega safnadeginum 18. maí fjallar Valgerður Hauksdóttir um grafíklist og mismunandi aðferðir innan miðilsins. Á sýningunni Barböru má sjá grafíkverk frá upphafi ferils Barböru Árnason en hún var einn frumkvöðla grafíklistar á Íslandi. Barbara kynntist grafík í listaskólanum í Winchester og kom fljótlega í ljós að hún hafði einstaka hæfileika í því […]
List og náttúra á sumarsólstöðum

List og náttúra er einföld smiðja þar sem leitast er við að skapa list úr náttúrulegum efnivið. Smiðja verður í Náttúrufræðistofu Kópavogs og jafnvel utandyra ef veður leyfir. Smiðjan er liður af stærra verkefni sem unnið er í samstarfi Gerðarsafns og Náttúrufræðistofu Kópavogs. Tilgangurinn er að skapa tíma og rými fyrir samverustundir fjölskyldunnar. Börnin vinna […]
Blómasmiðja | Dagur hinna villtu blóma

Í tilefni af samnorrænum degi hinna villtu blóma verður blómasmiðja í Gerðarsafni sunnudaginn 15. júní frá kl. 12:00 – 14:00. Jóhanna Ásgeirsdóttir myndlistarmaður og kennari heldur utan um smiðjuna. Ganga um Borgarholtið í Kópavogi hefst fyrir framan Náttúrufræðistofu Kópavogs kl. 11 þaðan sem haldið verður út í holtið til að skoða það sem fyrir augu […]
Leiðsögn | Margrét Norðdahl

Verið hjartanlega velkomin á leiðsögn um sýningu Guðrúnar Bergsdóttur með Margréti Norðdahl laugardaginn 24. maí kl. 14:00 í Gerðarsafni. Margrét og Guðrún Bergsdóttir unnu saman um árabil og Margrét sýningarstýrði fjölda sýninga á verkum Guðrúnar Bergsdóttur frá 2007 til 2022. MA verkefni hennar frá LHÍ var eigindleg rannsókn á stöðu listafólks með þroskahömlun þar sem […]
Dagur hinna villtu blóma | Borgarholt í Kópavogi

Í tilefni af samnorrænum degi hinna villtu blóma, sem haldinn er þriðja sunnudag í júní, bjóða Náttúrufræðistofa Kópavogs, Grasagarður Reykjavíkur, Náttúruminjasafn Íslands og Flóruvinir upp á göngu um Borgarholtið í Kópavogi. Í göngunni fræðumst við um gróður svæðisins og greinum plöntur sem verða á vegi okkar. Gangan hefst fyrir framan Náttúrufræðistofu Kópavogs kl. 11 þaðan […]
Lífveruleit og listasmiðja

Í tilefni af Barnamenningarhátíð og 70 ára afmælis Kópavogsbæjar býður Náttúrufræðistofa Kópavogs gestum að kynnast lífinu neðansjávar. Þessa önn hafa Náttúrufræðistofa og Gerðarsafn, í samstarfi við skóla í Kópavogi, tekið á móti 372 börnum í 2. bekk. Þar fengu nemendur að fræðast um neðansjávarlíf, fara í innanhúsfjöruferð og skapa sín eigin listaverk. Nú gefst öllum […]
AUKATÓNLEIKAR „Lífið gengur sinn gang“ | Þokkabót 50 ára

Þokkabót flytur úrval laga sinna frá árunum 1974-1978 og endurvekur tíðaranda Álafossúlpunnar, með fulltingi úrvals tónlistarfólks. 1974 lék Þokkabót inn á sína fyrstu plötu, Upphafið“, sem varð feykivinsæl með Litla kassa í fararbroddi. Í kjölfarið fylgdu 4 LP plötur og nokkur lög að auki. Á tónleikunum flytur hljómsveitin lög úr söngvasafni sínu og fær, í […]
Vísindaskóli Náttúrufræðistofu Kópavogs

Sumarnámskeið Vísindaskóla NátKóp í ágúst Leynist lítill vísindamaður heima hjá þér? Náttúrufræðistofa Kópavogs stendur fyrir sumarnámskeiði fyrir börn á aldrinum 8-12 ára, Vísindaskólanum, dagana 30. júní til 4. júlí annars vegar og svo endurtekið 11.-15. ágúst hins vegar. Í Vísindaskólanum fá forvitnir krakkar tækifæri til að læra um skordýr, fugla, fjöruna, veðrið og plöntur. Áhersla […]
Vísindaskóli Náttúrufræðistofu Kópavogs

Sumarnámskeið Vísindaskóla NátKóp í júlí Leynist lítill vísindamaður heima hjá þér? Náttúrufræðistofa Kópavogs stendur fyrir sumarnámskeiði fyrir börn á aldrinum 8-12 ára, Vísindaskólanum, dagana 30. júní til 4. júlí annars vegar og svo endurtekið 11.-15. ágúst hins vegar. Í Vísindaskólanum fá forvitnir krakkar tækifæri til að læra um skordýr, fugla, fjöruna, veðrið og plöntur. Áhersla […]