Listin að leika sér I Ókeypis námskeið

Á námskeiðinu verður kennd tækni sem Dawn Nilo hefur sjálf þróað til að rannsaka sambandið milli greindar eða fáránleika hins barnslega annars vegar og ímyndunarafls og sköpunar hins vegar. Þátttakendur læra að nota meðvitundaræfingar og aðferðir fengnar úr leikhúsi, gjörningalist, dansi og kennslufræði til að kanna “dýpið” eða djúpstæða reynslu. Reynslu úr dýpi er hægt […]
Uppskeruhátíð Barnamenningarhátíðar

Verk barna sem gerð voru í smiðjum Barnamenningarhátíðar 16.-20. apríl verða til sýnis í Gerðarsafni. Dagskrá uppskeruhátíðarinnar gefur fjölskyldum færi á að upplifa það sem börnin hafa unnið að á hátíðinni.
Menning á miðvikudögum | Táknmálsleiðsögn
Leiðsögn sýningarstjóra | Óræð lönd: Samtöl í sameiginlegum víddum

Óræð lönd: Samtöl í sameiginlegum víddum
Opnun | Pure Deli

Veitingastaðurinn Pure deli opnar útibú í Gerðarsafni fimmtudaginn 15. nóvember. Pure deli hefur verið starfræktur í Urðarhvarfi um nokkurt skeið og við fögnum því sannarlega að fá huggulegan stað, frábærar veitingar og góða stemningu á jarðhæð safnsins. Á boðstólum verða hollar samlokur og vefjur, súpur og djúsar en auk þess gott kaffi og meðlæti. Um […]
Fjölskyldustund | Spíralar og mynstur

Fjölskyldustund með myndlistarmanninum Doddu Maggý með áherslu á spírala og mynstur í tengslum við sýninguna Ó, hve hljótt þar sem hún sýnir verk sitt Curlicue (spectra). Tilraunir verða gerðar með samsetningu pappírs, lita og mynstra og hentar smiðjan breiðum aldurshóp. Listakonan nýtir skjávarpa og vídeóvél og varpar vídeói af spírölum sem hafðir eru til fyrirmyndar.
Að ná í ljósið I Fjölskyldustund

Kolasmiðja með Guðrúnu Veru Hjartardóttir og Sigrúnu Halldóru Gunnarsdóttur þar sem ýmsar tilraunir verða gerðar með kol og hnoðleður til að dýpka tilfinninguna fyrir ljósi og skugga.
Skríðum inn í skel | ÞYKJÓ og Sóley Stefánsdóttir
Vetrarfrí I Sköpun í Stúdíói Gerðar

Í vetrarfríinu dagana 5. og 6. mars verður boðið upp á skapandi samverustundir í Stúdíói Gerðar. Börn, fjölskyldur og aðrir gestir geta gert listaverk úr spennandi efnivið, leikið með form og liti og gert stóra skúlptúra úr risakubbum safnsins.
Vetrarfrí I Sköpun í Stúdíói Gerðar

Í vetrarfríinu dagana 5. og 6. mars verður boðið upp á skapandi samverustundir í Stúdíói Gerðar. Börn, fjölskyldur og aðrir gestir geta gert listaverk úr spennandi efnivið, leikið með form og liti og gert stóra skúlptúra úr risakubbum safnsins.
Ljósmyndabrenglun | Fjölskyldustund

Hefur þú verið inni í myndavélinni?
Barnamenningarhátíð I Hreyfimyndasmiðja og sýningin Fögnum fjölbreytileikanum

13:00 – 16:00 | Hreyfimyndasmiðja