MIMRA útgáfutónleikar

MIMRA fagnar útgáfu plötunnar Finding Place í Salnum þann 1. apríl næstkomandi. Öllu verður til tjaldað á þessum upptöku- og útgáfutónleikum ásamt hljómsveit.
Vísindasmiðja Háskóla Íslands

Vísindasmiðja Háskóla Íslands býður forvitnum börnum að koma og kynnast undrum vísindanna í fróðlegri og skemmtilegri fjölskyldustund á aðalsafni
Sýningaleiðsögn með Brynju Sveinsdóttur

Brynja Sveinsdóttir, safnstjóri Gerðarsafns og sýningastjóri, býður upp á leiðsögn um sýningar Santiago Mostyn & Elínar Hansdóttur og Úlfs Hanssonar miðvikudaginn 9.mars kl. 12:15.Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.
Ef þú myndir ráða í einn dag, hverju mundir þú breyta í heiminum?

Ráðstefna barna í Kópavogi 5. mars í Salnum, kl. 14 um miðlun menningar, vísinda og umhverfismála
Ung börn og snjalltækni með Bryndísi Jónsdóttur

Bryndís Jónsdóttir verkefnastjóri hjá Heimili og skóla fræðir foreldra leikskólabarna og barna í yngstu bekkjum grunnskóla um fyrstu skref barna í heimi tækninnar.
Hugræn atferlismeðferð með Paola Cardenas og Soffíu Elínu

Paola Cardenas barnasálfræðingur og Soffía Elín Sigurðardóttir sálfræðingur flytja erindi um hugræna atferlismeðferð.
Líkamsímynd barna með Sólrúnu Ósk Lárusdóttur

Við ræðum saman um líkamsímynd yngri barna og mæðra eftir fæðingu.
AD INFINITUM | Elín Hansdóttir & Úlfur Hansson

Áhrifaríkt samtal myndlistarmannsins Elínar Hansdóttur og hljóðlistamannsins Úlfs Hanssonar.
Vetrarfrí í Kópavogi

Leiðsögn, listasmiðjur, föndur og bíó eru á meðal þess sem verður í boði 17. – 19. febrúar í Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu og Bókasafni Kópavogs.
Afturgöngur og nýburar í ljóðheimum

Sex skáld flytja hugleiðingar sínar varðandi stöðu ólíkra ljóðforma og taka síðan þátt í pallborðumræðum á eftir.
Ljóðstafur Jóns úr Vör

Ljóðstafur Jóns úr Vör afhentur og úrslit kunngjörð í ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs.
Vörpun eftir Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur

Á Vetrarhátíð í Kópavogi verður verki eftir Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur varpað á Kópavogskirkju föstudags- og laugardagskvöldið 4. – 5. febrúar frá 18 – 23.