05.Mar 14:00

Ef þú myndir ráða í einn dag, hverju mundir þú breyta í heiminum?

Salurinn

Ráðstefna barna í Kópavogi 5. mars í Salnum, kl. 14 um miðlun menningar, vísinda og umhverfismála

Laugardaginn 5. mars munu börn úr Vatnsdropanum, alþjóðlegu menningarverkefni Kópavogsbæjar, taka á móti sérfræðingum í Salnum og ræða við þau um menningu, listir, umhverfismál og miðlun þeirra ásamt því hverju þau myndu breyta í heiminum ef þau fengju að ráða í einn dag. Börnin eru að vinna að hvers kyns miðlun og sýningum fyrir Barnamenningarhátíð í apríl og er málþingið hluti af rannsóknarvinnu þeirra á þeirri vegferð. Þau hafa kynnt sér sérfræðingana sem verða fyrir svörum og sett saman spurningar til að hefja samtalið.

Vatnsdropinn er alþjóðlegt samstarfsverkefni Kópavogsbæjar, H.C. Andersen safnsins í Óðinsvéum, Danmörku, Múmín safnsins í Tampere, Finnlandi og Ilon‘s Wonderland safnsins í Haapsalu í Eistlandi.

Vatnsdropinn snýst um að valdefla börn, að þau ákveði hvernig menning sé framreidd fyrir börn, af börnum. Viðfangsefnið er að tengja saman klassískar norrænar bókmenntir, vísindi og umhverfismál.

Verkefni Vatnsdropans á Barnamenningarhátíð fara síðan út í grunnskóla Kópavogs í haust.


Sérfræðingarnir sem sitja fyrir svörum eru:

Berglind Ósk Hlynsdóttir, fatahönnuður, Flokk til you drop
Sævar Helgi Bragason, vísindamaður
Jóhanna B. Magnúsdóttir, bóndi
Unnur Björnsdóttir, ungir umhverfissinnar
Sverrir Norland, rithöfundur
Gerður Kristný, rithöfundur
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir, Landvernd
Baltasar Kormákur, kvikmyndaleikstjóri

Málþingið hefst kl. 14 og er öllum opið meðan húsrúm leyfir. Við hvetjum forvitin börn á öllum aldri að koma og taka þátt.

Þátttakendur í Vatnsdropanum 2022 eru:

Vigdís Una Tómasdóttir, 11 ára
Íva Jovisic, 13 ára
Lóa Arías, 10 ára
Sigurlín Viðarsdóttir, 13 ára
Elena Ást Einarsdóttir, 10 ára
Karen Sól Heiðarsdóttir, 10 ára
Héðinn Halldórsson , 10 ára
Agla Björk Egilsdóttir, 12 ára
Matthildur Daníelsdóttir, 11 ára
Þóra Sif Óskarsdóttir, 14 ára
Ágústa Lillý Valdimarsdóttir, 10 ára
Sóllilja Þórðardóttir, 10 ára
Brynja S. Jóhannsdóttir, 9 ára
Birta Mjöll Birgisdóttir, 10 ára
Inga Bríet Valberg, 8 ára
Friðrika Eik Z. Ragnars, 10 ára

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

02
Feb
11
Feb
Salurinn
07
Feb
Salurinn
08
Feb
Salurinn
08
Feb
Bókasafn Kópavogs
08
Feb
Bókasafn Kópavogs
11
Feb
Bókasafn Kópavogs
15
Feb
Náttúrufræðistofa Kópavogs
15
Feb
Héraðsskjalasafn Kópavogs
15
Feb
Bókasafn Kópavogs
16
Feb
Salurinn
19
Feb
14
May
Salurinn

Sjá meira

Salurinn

02
Feb
11
Feb
Salurinn
07
Feb
Salurinn
08
Feb
Salurinn
16
Feb
Salurinn
19
Feb
Salurinn
19
Feb
Salurinn
19
Feb
14
May
Salurinn
23
Feb
Salurinn
20:30

Sóli Hólm

26
Feb
Salurinn
01
Mar
Salurinn

Sjá meira