Fjölskyldustund | Spíralar og mynstur

Fjölskyldustund með myndlistarmanninum Doddu Maggý með áherslu á spírala og mynstur í tengslum við sýninguna Ó, hve hljótt þar sem hún sýnir verk sitt Curlicue (spectra). Tilraunir verða gerðar með samsetningu pappírs, lita og mynstra og hentar smiðjan breiðum aldurshóp. Listakonan nýtir skjávarpa og vídeóvél og varpar vídeói af spírölum sem hafðir eru til fyrirmyndar.

Alsjáandi | Vetrarhátíð í Kópavogi

Alsjáandi – ósamþykktar skissur að altaristöflu er sýning á tillögum Gerðar Helgadóttur að altaristöflu í Kópavogskirkju. Tillögurnar vann Gerður árið 1971 en samkomulag náðist ekki um innihald þeirra og urðu þær því ekki að veruleika. Á sýningunni gefst gestum færi á að skoða skissurnar í því samhengi sem þær voru hugsaðar, inni í kirkjunni ásamt […]

13 heilagar nætur I Menning á miðvikudögum

Myndlistarkonurnar Sigrún Halldóra Gunnarsdóttir/ÚaVon og Guðrún Vera Hjartardóttir kynna draumadagbók og ferlið í gegnum hinar þrettán heilögu nætur, sem tengjast einnig íslensku jólasveinunum.

Geirfuglinn sem táknmynd aldauðans | Menning á miðvikudögum

Gísli Pálsson, mannfræðingur og prófessor emeritus við HÍ, fjallar um geirfuglinn sem táknmynd aldauða í hádegiserindi í Gerðarsafni. Erindið er haldið í tengslum við yfirlitssýningu á verkum Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson, „Óræð lönd: Samtöl í sameiginlegum víddum“ þar sem samspil manna, dýra, náttúru og umhvefis eru í brennidepli. Aðgangur ókeypis og öll velkomin meðan […]

Menning á miðvikudögum | Sýningarstjóraspjall

Brynja Sveinsdóttir sýningarstjóri leiðir gesti í gegnum sýninguna Líkamleiki, sem er hugleiðing um líkamann eins og hann birtist í samtímalist. Á sýningunni eru valin verk eftir listamenn sem eiga það sammerkt að vísa í líkamann og líkamleika af ýmsu tagi. Listamenn sýningarinnar eru Bára Kristinsdóttir, Claire Paugam, Eirún Sigurðardóttir, Elín Hansdóttir, Eva Ísleifsdóttir, Guðrún Benónýsdóttir, […]

Þegar allt kemur til alls

Þegar allt kemur til alls sem verður opin almenningi í Gerðarsafni frá og með laugardeginum 4. júlí.  Þegar allt kemur til alls er samsýning með verkum eftir tólf íslenska samtímalistamenn. Verkin hafa verið sérvalin út frá því hvernig fegurðin í hversdagsleikanum, léttleiki, húmor og leikgleði birtast í þeim. Sýningin er viðbragð við aðstæðum í samfélaginu […]

Ljós og skuggar | Fjölskyldustund

Ljós og skuggar tilraunasmiðja með listakonunum Guðrúnu Veru Hjartardóttir og Sigrúnu Halldóru Gunnarsdóttur í tengslum við sýninguna Fullt af litlu fólki. Í smiðjunni verða gerðar luktir og tilraunir með ljós og skugga. Á þessum tíma, þann 11. nóvember er Martinsmessan haldin hátíðleg um allan heim. Þegar myrkasta tíma ársins á Vetrarsólstöðum gengur í garð er […]

Bachelsi

Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir mynda saman tvíeykið Bachelsi, en í sumar taka þær fyrir tónverk J. S. Bach og nálgast þau á nýjan hátt. Verkefnið er hluti af Skapandi sumarstörfum á vegum Kópavogsbæjar.

Leiðsögn með Jóni B.K. Ransu

Ransu, einn af sýningarstjórum Fullt af litlu fólki, leiðir gesti um sýninguna sem stendur yfir í Gerðarsafni. Sýningarverkefnið „Fullt af litlu fólki“ skoðar hið andlega í listum. Titillinn er sóttur í efni fyrirlesturs sem austurríski mannspekingurinn Rudolf Steiner hélt árið  1922 um formmyndun mannseyrans.

17. júní

Við bjóðum gesti hjartanlega velkomna á Gerðarsafn á þjóðhátíðardaginn en frítt verður inn á safnið.