Together | Palestínsk útsaumssmiðja

Í tilefni af íslenska safnadeginum, 18. maí, býður Gerðarsafn upp á listsmiðju þar sem þátttakendur kynnast palestínsku útsaumshefðinni tatreez. Leiðbeinandi er Oroob AbuShawareb. Nánar: Palestínska útsaumshefðin tatreez er lifandi og frjó handverkshefð sem byggir á aldagömlum grunni og hefur verið á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningaraf heimsins frá 2021. Hefðin einkennist af fjölbreyttum og litríkum […]

Kórónusmiðja

Komum saman og búum til litskrúðugar ævintýrakórónur, litlar og stórar, skrýtnar og skemmtilegar, í tilefni af opnun nýrrar barnadeildar bókasafns Kópavogs.

Stuðtónar með Lúðrasveit verkalýðsins

Lúðrasveit verkalýðsins flytur fjöruga hátíðartóna í tilefni af opnun nýrrar barnadeildar og nýrrar grunnsýningar Náttúrufræðistofu Kópavogsbæjar. Sveitin byrjar að þeyta lúðra laust fyrir klukkan 12:45 á útisvæði menningarhúsanna.

Verum memmm

Börn og fjölskyldur geta sameinast í skapandi smíðavinnu við menningarhúsin á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Þar verður líka hægt að ganga á stultum, leika sér í kúlubrautum og með trékubba, blása risastórar sápukúlur og margt margt fleira. Smiðjurnar standa yfir frá 13 – 16 og fara fram í tilefni af opnun nýrrar og endurbættrar barnadeildar bókasafnsins og […]

Söguhetjurnar

Sögurnar lifna við í nýrri barnadeild bókasafnsins.

Opnunarhátíð í miðstöð menningar og vísinda

Blásið verður til glæsilegrar hátíðar í nýrri miðstöð menningar og vísinda, laugardaginn 11. maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Ný vegleg grunnsýning Náttúrufræðistofa Kópavogs, Brot úr ævi Jarðar, verður opnuð og ný og endurbætt barnadeild Bókasafns Kópavogs lítur dagsins ljós. Hátíðin hefst laust fyrir klukkan 13 með lúðraþyt og sveiflu og hátíðarávarpi Ásdísar Kristjánsdóttur, bæjarstjóra en dagskráin […]

Fjölskyldutónleikar með Dúó Stemmu

Dúó Stemma, skipað Herdísi Önnu Jónsdóttur víóluleikara og Steef van Oosterhout slagverksleikara, býður börnum og fjölskyldum þeirra á yndislega sumartónleika í Salnum. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin. Dúó Stemma hefur leikið saman í tæp tuttugu ár og spilað fyrir fjölmörg börn á Íslandi og erlendis. Dúó Stemma hlaut viðurkenninguna Vorvindar frá IBBY samtökunum […]

Sögustund með rithöfundi 

Sunnudaginn 12. maí, kl. 12.00 í nýrri barnadeild aðalsafns Bóksafns Kópavogs Bergrún Íris Sævarsdóttir rithöfundur og myndhöfundur mun lesa fyrir börn og aðra gesti í nýju barnadeildinni á aðalsafni. Öll velkomin! Sunnudaginn 12. maí verður auka opnun á aðalsafni Bókasafns Kópavogs frá kl. 11:00-17:00 í tilefni af opnun barnadeildarinnar á 1. hæð.  

Leiðsögn sýningarstjóra | Hjartadrottning og Tölur, staðir

Heiðar Kári

Verið velkomin á leiðsögn Heiðars Kára Rannverssonar um sýningarnar Hjartadrottning og Tölur, staðir sunnudaginn 9. júní kl. 13:00 í Gerðarsafni. Heiðar Kári er sýningarstjóri sýninganna beggja. Á sýningunni Hjartadrottning birtist áhorfendum heillandi hugar- og efnisheimur myndlistarkonunnar Sóleyjar Ragnarsdóttur. Ofurskrautleg málverk og skúlptúrar af ýmsum stærðum og gerðum, fagurlega málaðir veggfletir og sérhannað veggfóður auk sýningarborða með einstöku […]

Leiðsögn um Tölur, staði með Jóni Proppé

Verið velkomin á leiðsögn Jóns Proppé listheimspekings um Tölur, staði sunnudaginn 12. maí kl. 14:00. Á sýningunni Tölur, staðir má sjá og upplifa nýja innsetningu eftir myndlistarmanninn Þór Vigfússon sem hann vinnur sérstaklega með sýningarsal Gerðarsafns í huga. Sýningin samanstendur af fjölda jafnstórra ferninga úr lituðu gleri sem dreifast um veggi salarins eftir ákveðinni reglu og mynda […]

Foreldramorgunn

Foreldrum og ungum börnum þeirra er boðið að eiga saman notalega stund í fræðslurými Gerðarsafns.Heitt á könnunni, ýmis þroskaleikföng, bláu kubbarnir og teppi fyrir krílin verða á staðnum. Nóg pláss fyrir vagna og kerrur!Boðið verður upp á stutta sýningarleiðsögn kl. 11 fyrir þau sem vilja en annars er opið hús á milli 10 og 12.Tilvalið […]

Foreldramorgunn

Foreldrum og ungum börnum þeirra er boðið að eiga saman notalega stund í fræðslurými Gerðarsafns.Heitt á könnunni, ýmis þroskaleikföng, bláu kubbarnir og teppi fyrir krílin verða á staðnum. Nóg pláss fyrir vagna og kerrur!Boðið verður upp á stutta sýningarleiðsögn kl. 11 fyrir þau sem vilja en annars er opið hús á milli 10 og 12.Tilvalið […]