Af ýmsum gerðum I Stúdíó JÁH Jóhanna Ásgeirsdóttir, Ásgerður Heimisdóttir

Af ýmsum gerðum er rannsóknarvinna tveggja kvenna á eigin sköpunarferli og stöðu í samfélaginu sem skapandi konur í samanburði við formæður. Sýningin er óður til Gerðar Helgadóttur, brautryðjenda og kvennskörungs, nafn hverrar Gerðarsafn ber. Við notum verkin hennar sem skapalón eða stillansa. Við fyllum upp í neikvæða rýmið í fíngerðu málmskúlptúrum hennar með okkar eigið […]
Melodic Embrace I Emil Gunnarsson

Melodic Embrace er gagnvirkur tónskúlptúr sem skapaður er úr stálpípum og við.Skúlptúrinn býður gestum að hjúfra sig í hljóðrænum faðmi, leika sér, finna ró og spila tóna sem skapa eins konar hljómhvelfingu. Sefandi samhljómur pípanna skapar ákafa samræðu við hljóðmyndir umhverfisins, fuglasöng og barnahlátur, og örvar hugleiðingar um hljóðrænan griðastað. Melodic Embrace endurómar tónlistaruppeldi Emils […]
Ljósbrot I Antonía Berg, Íris María Leifsdóttir, Vikram Pradhan

Antonía Berg, Íris María Leifsdóttir og Vikram Pradhan voru á Grænlandi, þar sem þungsteinn (e. Tungsten) finnst, sandurinn sækist í segul og láta þau sandinn dansa á Hverasalts kristöllum sem vaxa í Brennisteinsfjöllum. Þau bjóða áhorfendum skoða hulinn heim kristalla og þungsteins með smásjá.Sýningin samanstendur af ljósmyndum, vídeóverki, vörpun, skúlptúrum með kristöllum og þungstein.Sjáum það […]
Loud Cows: Hinsegin bókasafn

Garg útgáfa, í samstarfi við bókmenntahátíðina Queer Situations, opnar hinsegin bókasafnið Loud Cows: A Queer Library á Bókasafni Kópavogs. Garg leitaði til almennings eftir hinsegin efni sem ekki væri venjulega að finna á hefðbundnum bókasöfnum. Fólk gat skilað inn bók, ástarbréfi, ritgerð, nemendaverkefni eða hverju sem því þótti eiga heima á hinsegin bókasafni. Efnið sem […]
Pönkganga með dr. Gunna

Í kringum árið 1980 varð Kópavogur vagga pönksins og Félagsheimilið í Kópavogi helsti vettvangur þess. Gunnar Lárus Hjálmarsson, Dr. Gunni, tók virkan þátt í tónlistarsenunni í Kópavogi og leiðir hér rómaða göngu um söguslóðir pönksins. Gangan hefst við Bókasafn Kópavogs. Öll hjartanlega velkomin og aðgangur ókeypis. Dr. Gunni (Gunnar Lárus Hjálmarsson) er fæddur í Kópavogi […]
Heitar Svínakonur I Rakel Andrésdóttir

Orðspor svínanna er að þau eru skítug, gráðug, forboðin, mjúk, sæt og bleik. Í uppstilltum heimi njóta Heitu svínakonurnar þess að vera til; þær sóla sig í grasinu, fá sér tramp stamp, glenna sig á dagatali bílaverkstæðis og dilla lítilli, snúinni rófunni.Sú uppgötvun að maður er kona sem er hrifin af öðrum konum getur verið […]
Villtir félagar I Inga María Bryjarsdóttir

“Villtir félagar” er samansafn af blýantsteikningum innblásnar af dýralífinu.Fókusinn er settur á dýr og skepnur sem, gegn okkar vilja, elta okkur… í ruslið, á líkömum okkar, í rúmunum okkar, fyrir utan gluggann – sum þeirra hagnast okkur en önnur eyðileggja og inn á milli má finna sér félaga í gæludýrinu… Flest þeirra búa í og […]
Yellow dream – Recurring dream – 2 Maria – Magdalena lanchis

GULUR DRAUMUR – Endurtekinn Draumur – 2 Maria-Magdalena Ianchis býður þér að rannsaka fljótandi möguleika draumanna og hverfuleika lífsins. Þessi þátttökusýning fagnar íslenska sumrinu, endalausri sól og þeirri súrrealísku tilfinningu sem fylgir því. Sýningin inniheldur cyanotype ljósmyndir sem grípa fegurð sólarinnar og gerir að myndlíkingu fljótandi stunda, og ýkir upp tengingu ljóss og tíma. Í […]
Love is – Miguel

”Ást Er” er verk sem kannar innbygða ómun. Þetta þátttökuverk býður áhorfendum að taka þátt og eiga samskipti við umhverfið og aðra, búa til hljóðheim um leið og þau kanna rýmið og hjartslátt sinn. “Ást Er” umbreytir rýminu með notkun ómskoðunartækja og hjartsláttarmæla í dýnamískan hljóðheim. Hjartsláttur þátttakanda hefur áhrif á hljóðheiminn á sama tíma […]
Gluggar Gerðar Helgadóttur í Kópavogskirkju

Verið velkomin á erindi um steinda glugga Gerðar Helgadóttur með sr. Sigurði Arnarsyni sóknarpresti og Cecilie Gaihede sýningarstjóra sýningarinnar Hamskipti, sunnudaginn 22. september kl. 12:00 í Kópavogskirkju. Ákveðið var að fá Gerði Helgadóttur til að hanna gluggana vorið 1962 og tókst, með þrautseigju Gerðar og góðum stuðningi bæjaryfirvalda og íbúa í Kópavogi, að koma þeim […]
Leiðsögn sýningarstjóra | Hamskipti

Verið hjartanlega velkomin á leiðsögn með Cecilie Gaihede sýningarstjóra um sýninguna Hamskipti. Leiðsögnin hefst kl. 17:00 í Gerðarsafni, fimmutdaginn 29. ágúst. Öll eru hjartanlega velkomin! Þennan dag er Fimmtudagurinn langi og því verður opið til 21:00 í Gerðarsafni. Sýningin Hamskipti varpar ljósi á einstaka arfleifð Gerðar Helgadóttur í íslenskri myndlist sem ber vitni um djúpa […]
Óstöðugt land | Gunndís Ýr Finnbogadóttir og Þorgerður Ólafsdóttir

Óstöðugt land er sýningarverkefni og listrannsókn Gunndísar Ýrar Finnbogadóttur og Þorgerðar Ólafsdóttur sem byggir á viðtölum við einstaklinga sem hafa ferðast til Surtseyjar. Sýning þeirra, sem ber sama titil, opnar í Vestursal Gerðarsafns þann 30. október 2024. Sýningin Óstöðugt land byggir á samstarfi Gunndísar og Þorgerðar en þær hafa tekið viðtöl við einstaklinga sem ferðuðust […]