Sögustund með rithöfundi 

Sunnudaginn 12. maí, kl. 12.00 í nýrri barnadeild aðalsafns Bóksafns Kópavogs Bergrún Íris Sævarsdóttir rithöfundur og myndhöfundur mun lesa fyrir börn og aðra gesti í nýju barnadeildinni á aðalsafni. Öll velkomin! Sunnudaginn 12. maí verður auka opnun á aðalsafni Bókasafns Kópavogs frá kl. 11:00-17:00 í tilefni af opnun barnadeildarinnar á 1. hæð.  

Leiðsögn sýningarstjóra | Hjartadrottning og Tölur, staðir

Heiðar Kári

Verið velkomin á leiðsögn Heiðars Kára Rannverssonar um sýningarnar Hjartadrottning og Tölur, staðir sunnudaginn 9. júní kl. 13:00 í Gerðarsafni. Heiðar Kári er sýningarstjóri sýninganna beggja. Á sýningunni Hjartadrottning birtist áhorfendum heillandi hugar- og efnisheimur myndlistarkonunnar Sóleyjar Ragnarsdóttur. Ofurskrautleg málverk og skúlptúrar af ýmsum stærðum og gerðum, fagurlega málaðir veggfletir og sérhannað veggfóður auk sýningarborða með einstöku […]

Leiðsögn um Tölur, staði með Jóni Proppé

Verið velkomin á leiðsögn Jóns Proppé listheimspekings um Tölur, staði sunnudaginn 12. maí kl. 14:00. Á sýningunni Tölur, staðir má sjá og upplifa nýja innsetningu eftir myndlistarmanninn Þór Vigfússon sem hann vinnur sérstaklega með sýningarsal Gerðarsafns í huga. Sýningin samanstendur af fjölda jafnstórra ferninga úr lituðu gleri sem dreifast um veggi salarins eftir ákveðinni reglu og mynda […]

Foreldramorgunn

Foreldrum og ungum börnum þeirra er boðið að eiga saman notalega stund í fræðslurými Gerðarsafns.Heitt á könnunni, ýmis þroskaleikföng, bláu kubbarnir og teppi fyrir krílin verða á staðnum. Nóg pláss fyrir vagna og kerrur!Boðið verður upp á stutta sýningarleiðsögn kl. 11 fyrir þau sem vilja en annars er opið hús á milli 10 og 12.Tilvalið […]

Foreldramorgunn

Foreldrum og ungum börnum þeirra er boðið að eiga saman notalega stund í fræðslurými Gerðarsafns.Heitt á könnunni, ýmis þroskaleikföng, bláu kubbarnir og teppi fyrir krílin verða á staðnum. Nóg pláss fyrir vagna og kerrur!Boðið verður upp á stutta sýningarleiðsögn kl. 11 fyrir þau sem vilja en annars er opið hús á milli 10 og 12.Tilvalið […]

Davíðsson

Þorleifur Gaukur Davíðsson, Davíð Þór Jónsson og Skúli Sverrisson taka höndum saman á einstökum viðburði.

Hádegisdjass með söngdeild FÍH

Hádegistónleikar með framhaldsnemendum af söngdeild Tónlistarskóla FÍH, hófu göngu sína síðastliðið haust og hafa notið mikilla vinsælda. Nú er komið að síðustu tónleikum vetrarins sem er í leiðinni nokkurs konar uppskeruveisla þar sem öll þau sem komið hafa fram í vetur stíga á stokk og flytja skemmtilega tónlist úr öllum áttum. Aðgangur ókeypis og öll […]

Plöntuskiptimarkaður

Hefur þú fengið leið á blómunum í stofunni? Vantar þig nýja plöntu í eldhúsið? Komdu með pottaplöntu(r), blóm og/eða afleggjara á aðalsafn og sjáðu hvort þú finnir eitthvað spennandi í staðinn. Inni-og útiblóm velkomin. Plöntuskiptamarkaðurinn verður uppi 27. maí til 1. júní og á lokadeginum, laugardaginn 1. júní verður Garðyrkjufélag Ísland einnig með plöntuskiptidag fyrir […]

Málað með mold á Barnamenningarhátíð

Á útisvæði menningarhúsanna verður boðið upp á skemmtilega smiðju á Barnamenningarhátíð þar sem börn og fjölskyldur geta málað saman málverk með mold. Leiðbeinandi í smiðjunni er Örn Alexander Ámundason, myndlistarmaður. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin. Smiðjan er liður í Barnamenningarháíð í Kópavogi sem styrkt er af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Fjölskyldujóga á Barnamenningarhátíð

Fjölskyldujógaviðburður á útisvæði menningarhúsanna. Ungum sem öldnum gefst gott tækifæri til að koma saman á heilbrigðan og skemmtilegan hátt. Við höfum kærleikann og gleðina að leiðarljósi og gerum okkar besta í að anda djúpt, gera jógaæfingar, teygja á, fara í leiki, gera hugleiðslu og slaka vel á í lokin. Inga Margrét og Arnbjörg leiða stundina. […]

Gerður Kristný | Bókmenntaklúbburinn Hananú!

Gerður Kristný verður gestur í bókmenntaklúbbnum Hananú miðvikudaginn 11. desember kl. 16:00  Hún mun ræða bók sína Jarðljós og lesa úr henni fyrir gesti.  Annan hvern miðvikudag hittist á bókasafninu fremur siðprúður hópur fólks og ræðir hinar fögru orðlistir. Komið bara og gangið í bæinn, tölum um bækur – og Hananú! Fylgist með í Facebook-hópnum Bókmenntaklúbburinn […]