23.ágú 14:00 ~ 24.ágú 22:00

Queer Situtations | Alþjóðleg bókmenntahátíð

Salurinn

Hinsegin bókmenntir í öllum sínum margbreytileika

Queer Situations er bókmenntahátíð sem leggur áherslu á hinsegin bókmenntir í fleiri en einum skilningi: Bækur höfunda sem skilgreina sig sem hinsegin en einnig bókmenntir sem falla út fyrir meginstrauminn. Queer Situations leggur ríka áherslu á að bjóða erlendum höfundum til landsins, til að brjóta upp og opna umræðu um hinsegin bókmenntir á Íslandi.

Á bak við hátíðina Queer Situation standa rithöfundarnir Halla Þórlaug Óskarsdóttir og Eva Rún Snorradóttir ásamt hönnuðinum Elíasi Rúna auk hóps sjálfboðaliða. Heildardagskrá hátíðarinnar má nálgast hér.

Dagskrá hátíðarinnar í Salnum í Kópavogi

FÖSTUDAGUR | 23. 08

Klukkan 14
Húsið opnar

Komið og hitið ykkur upp fyrir dagskrá dagsins. DJ Yamaho dregur fram úrvals vínylplötur í forsalnum, til að hámarka stemmninguna við þetta hátíðlega hinsegin tækifæri.

Klukkan 15
Kvikmyndir Harry Dodge

Úrval kvikmynda eftir Harry Dodge verður sýnt.

Klukkan 18:30
Kristín Ómarsdóttir | Leiklestur á leikritum

Hér gefst sjaldséð tækifæri til að hlýða á kynngimögnuð leikverk okkar eigin Kristínar Ómarsdóttur, leiklesin á sviði.

Klukkan 19:30
Ásta Fanney Sigurðardóttir | A Happening

Kannski ritjúal, kannski gjörningur, kannski tónleikar. Hver veit? Láttu þig ekki vanta.
Stemmningsleiðari: Ásta Fanney Sigurðardóttir, listamaður og skáld.

Klukkan 20:30
Madame Nielsen | Lestur og gjörningur

Madame Nielsen er einn af djörfustu listamönnum Danmerkur.
Brynja Hjálmsdóttir stýrir viðburðinum.

LAUGARDAGUR | 24.08

Klukkan 13
Húsið opnar | House opens

Komið og hitið ykkur upp fyrir dagskrá dagsins. DJ Yamaho dregur fram úrvals vínylplötur í forsalnum, til að hámarka stemmninguna við þetta hátíðlega hinsegin tækifæri.

Klukkan 14
Ia Genberg | Lestur og spjall

Ia Genberg sló í gegn með Smáatriðunum sem nú er á stuttlista Booker verðlaunanna.
Anna Gyða Sigurgísladóttir stýrir viðburðinum.

Klukkan 15:15
Langborðsumræður | forSALURINN

Langborðið er tilraun til samtals út fyrir stéttskiptingu, upphaflega hugmynd bandarísku lista- og fræðikonunnar Louis Weaver. Komið og takið þátt í spjalli, eða sitjið í ytri hring og hlustið á. Öll velkomin.

Klukkan 17:00
Harry Dodge | Lestur og spjall

Harry Dodge er myndlistarmaður og rithöfundur. Í bók sinni My Meteorite fjallar hann um allt frá eigin tilvist til eðlisfræði alheimsins. Ísold Uggadóttir stýrir viðburðinum.

Klukkan 19:00
A Happening

Kannski dans, kannski ritjúal, kannski eitthvað allt annað. Ekki missa af.
Stemmningsleiðari: Ásrún Magnúsdóttir, danshöfundur.

Klukkan 20:00
Maggie Nelson | Lestur og spjall

Maggie Nelson skrifar sjálfsævisögulega fræðitexta, eða fræðilegar sjálfssögur, auk ljóða og ritgerða. Bók hennar The Argonauts sló í gegn á heimsvísu, sem og ljóðabókin Bluets. Halla Þórlaug Óskarsdóttir og Oddný Eir Ævarsdóttir stýra viðburðinum.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

05
okt
Bókasafn Kópavogs
05
okt
Bókasafn Kópavogs
05
okt
Salurinn
05
okt
Bókasafn Kópavogs
05
okt
Menning í Kópavogi
06
okt
Salurinn
07
okt
12
okt
Bókasafn Kópavogs
07
okt
Bókasafn Kópavogs
08
okt
Bókasafn Kópavogs
14
okt
21
okt
Bókasafn Kópavogs
04
nóv
09
nóv
Bókasafn Kópavogs
29
nóv
30
nóv
Salurinn

Sjá meira

Salurinn

05
okt
Salurinn
06
okt
Salurinn
08
okt
Salurinn
16
okt
Salurinn
19
okt
Salurinn
25
okt
Salurinn
26
okt
Salurinn
27
okt
Salurinn
27
okt
Salurinn
29
nóv
30
nóv
Salurinn

Sjá meira