03.nóv 15:00 - 16:00

Samtal | Óstöðugt land

Gerðarsafn

Gerðarsafn

Verið velkomin á samtal um Óstöðugt land með Gunndísi Ýr Finnbogadóttur, Þorgerði Ólafsdóttur og Becky Forsythe, sýningarstjóra sýningarinnar.

Óstöðugt land er sýningarverkefni og listrannsókn Gunndísar Ýrar Finnbogadóttur og Þorgerðar Ólafsdóttur sem byggir á viðtölum við einstaklinga sem hafa ferðast til Surtseyjar.

Sýningin Óstöðugt land byggir á samstarfi Gunndísar og Þorgerðar en þær hafa tekið viðtöl við einstaklinga sem ferðuðust til Surtseyjar á árunum 1963 – 2022 með fjölbreytt markmið og ólíkan tilgang. Viðtalsverkið grundvallast á örfyrirbærafræðilegum viðtölum (e. micro – phenomenological interviews) en sú aðferð gengur út á það að fá viðmælendur til að lýsa reynslu sinni af umhverfi Surtseyjar og varpa fram lýsandi mynd af upplifun sinni og minningar af fyrri (líkamlegri) reynslu.

Viðtölin voru tekin upp í Surtseyjarstofu á Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ), þar sem heimildarsafn Surtseyjarfélagsins er varðveitt ásamt ótal verðmætum steinasýnum frá eyjunni sjálfri frá upphafi eldgoss. Viðtölin mynda uppistöðuna í nýrri vídeóinnsetningu sem ber titilinn Óstöðugt land og eru skrásett með ýmsu móti, sem myndbandsupptökur, afritun í textaformi, gegnum hljóð og teikningar. Upptaka viðtalanna var í umsjón Bjarna Þórs Péturssonar og klippivinna er í samstarfi við Hrafnkel Tuma Georgsson. Sýningastjóri er Becky Forsythe.

Gunndís Ýr Finnbogadóttir býr og starfar á Íslandi. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í myndlist frá Piet Zwart Institute og Plymouth University árið 2008, BA gráðu í myndlist frá Willem de Kooning Academie árið 2006 og M.Art.Ed. gráðu í listkennslu frá Listaháskóla Íslands árið 2011. Gunndís er dósent við listkennsludeild Listaháskóla Íslands og vinnur einnig að langtímaverkefni sem er hluti af doktorsnámi hennar við Háskóla Íslands og snýst um að skoða tengsl hreyfinga líkamans (með áherslu á göngu), umhverfis og hugsunar.

Þorgerður Ólafsdóttir útskrifaðist með meistaragráðu í myndlist frá Glasgow School of Art (2013) og hlaut BA í myndlist frá Listaháskóla Íslands (2009). Myndlistarverk Þorgerðar byggjast á rannsóknum, vettvangsferðum, ferli og úrvinnslu. Í verkum sínum hefur hún áhuga á atburðum og hlutum sem ýta við skilningi okkar og sambandi við náttúruna í síbreytilegri veröld. Þorgerður er þátttakandi í alþjóðlega rannsóknarverkefninu Relics of Nature, an Archaeology of Natural Heritage in the High North (2021–2025). Sumarið 2021 hlaut hún rannsóknarleyfi til Surtseyjar vegna myndlistarverkefnis. Bók hennar Esseyja / Island Fiction kom út þann 14. nóvember 2023, á 60 ára gosafmæli Surtseyjar.

Becky Forsythe er sýningarstjóri og ritstjóri. Hún lauk BFA-gráðu í myndlist frá York-háskóla í Toronto (2007), MA-gráðu í menningarfræði frá Manitóbaháskóli (2011) og stundaði svo framhaldsnám í safnafræðum og sýningarstjórn við Ontario College of Art and Design-háskóla og Georgian College í Ontario þaðan sem hún útskrifaðist árið 2014. Sem sýningarstjóri hefur hún unnið að sýningum á Listasafni Reykjavíkur, Nýlistasafninu, Hafnarborg, Gerðarsafni, Kling & Bang, ASÍ og Skaftfelli. Becky er handhafi rannsóknarstöðu um hlut kvenna í íslenskri listasögu 2024-25 hjá Listasafni Reykjavíkur. Áður var hún tímabundinn verkefnastjóri hjá safninu og hefur verið reglulegur stundakennari og leiðbeinandi í meistaranámi við Listaháskóla Íslands. Hún er hluti af ritstjórn tímaritsins Myndlist á Íslandi. Frá 2014–2018 var Becky safneignarfulltrúi Nýlistasafnsins.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

04
nóv
09
nóv
Bókasafn Kópavogs
07
nóv
Bókasafn Kópavogs
09
nóv
Bókasafn Kópavogs
09
nóv
Náttúrufræðistofa Kópavogs
11
nóv
Bókasafn Kópavogs
12
nóv
Bókasafn Kópavogs
12
nóv
Bókasafn Kópavogs
12
nóv
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

13
nóv
Bókasafn Kópavogs
29
nóv
30
nóv
Salurinn
20:00

Jólajazz!

02
des
07
des
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Gerðarsafn

14
nóv
Gerðarsafn

Sjá meira