27.maí ~ 21.ágú

Sara Björnsdóttir | Flâneur

Gerðarsafn

27.05.2016 – 21.08.2016
Sýning Söru Björnsdóttur Flâneur er einskonar sjálfsævisögulegt ferðalag og fjallar um leyndardómsfullt ástand listakonunnar á dvöl hennar í stórborginni Lundúnum þar sem hún sækir sér langþráðan vinnufrið. Hún tekur upp ljóðrænt háttarlag flandrarans (flâneur) sem ferðast án stefnu eða tilgangs um borgina í leit að öllu og engu.
Flâneur
Textaverk og klippimyndir mynda sögur, augnablik, hugarvíl og uppreisn. Þeim tvinnir Sara saman við talaða frásögn sem lýsir vandræðum, ævintýrum og sérviskulegu ástandi hennar á þessu tímabili.
Sara Björnsdóttir er fædd 1962 í Reykjavík. Hún stundaði nám í London við Chelsea College of Art & Design á árnum 1996-1997 og Myndlista og handíðaskóla Íslands frá 1991-1995. Sara hefur unnið ötullega að listinni alla tíð og á að baki fjölda bæði samsýninga og einkasýninga. Verk hennar standa á mótum hins pólitíska og persónulega þar sem hún gengur umbúðalaust að viðfangsefni sínu hverju sinni. Persónulegt innsæi Söru getur snert fínlegar taugar hjartans en verkin geta jafnfram snert okkar viðkvæmustu taugar vegna þess sannleika sem hún afhjúpar.
Sýningin var hluti Listahátíðar í Reykjavík 2016.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

13
jún
15
jún
Menning í Kópavogi
14
jún
Bókasafn Kópavogs
14
jún
Bókasafn Kópavogs
15
jún
Salurinn
17:00

Marína Ósk

17
jún
Menning í Kópavogi
13:30

17. júní

21
jún
Bókasafn Kópavogs
22
jún
Salurinn
28
jún
Bókasafn Kópavogs
05
júl
Bókasafn Kópavogs
27
okt
Salurinn
20:30

Sunnanvindur

Sjá meira

Gerðarsafn

17
jún
Menning í Kópavogi
13:30

17. júní

Sjá meira