Ungabörnum og foreldrum þeirra er boðið í skapandi samverustund á Gerðarsafni undir yfirskriftinni Skoðað og skynjað. Listaverk og umhverfið verður skoðað með skynjunarkubbum sem birta liti, form og birtu. Snertiskynið verður einnig örvað með ólíkum áferðum og búið verður til listaverk með litaðri ull.
Boðið er upp á foreldramorgna annan hvorn fimmtudag kl. 10 í Menningarhúsunum í Kópavogi.
Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.