Skuggatríó saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar spilar göróttan kokteil grípandi og skemmtilegrar tónlistar á mörkum jazz og blús. Mörg laganna hafa komið út á rómuðum plötum hópsins í þessum blúsaða jazzstíl; Bláir skuggar, Blátt ljós og Blátt líf.
Tónleikarnir sem taka eina klukkustund eru í boði Salarins og Lista- og menningarráðs Kópavogs og er aðgangur án endurgjalds.
Sigurður Flosason, saxófónn
Þórir Baldursson, hammond orgel
Einar Scheving, trommur