25.jún 18:00 - 21:00

Snertipunktar | Þórdís Erla Zoëga & Stúdíó Flötur

Gerðarsafn

Nýjar vínýlmottur út frá víraverkum Gerðar Helgadóttur

Fimmtudaginn 25. júní kl. 18.00 verða frumsýndar nýjar vínýlmottur í safnbúð Gerðarsafns eftir myndlistarmanninn Þórdísi Erlu Zoëga, í samstarfi við Stúdíó Flöt.  
Snertipunktar er afrakstur vinnustofudvalar Þórdísar Erlu Zoëga í Gerðarsafni fyrr á þessu ári þar sem Þórdís vann á neðri hæð safnsins umkringd verkum Gerðar Helgadóttur. Verkefnið er tvívíð túlkun Þórdísar á víraskúlptúrum Gerðar þar sem nokkrir punktar úr verkum Gerðar voru valdir og þeir látnir snerta hvorn annan úr öllum áttum þar til þeir mynduðu sjálfstætt form. Þessar tvívíðu teikningarnar voru færðar yfir á stafrænt form og að lokum prentaðar á vínylmottur.
Þórdís og Gerður eiga það sameiginlegt að vera óhræddar við að prófa nýja miðla í verkum sínum. Vitað er um nokkrar mottur sem Gerður óf á árum áður og hver veit hvaða stefnu hún hefði tekið í verkum sínum hefði hún átt lengri starfsævi.
Snertipunktar er samstarfsverkefni grafíska hönnuðarins Kristjáns Jóns Pálssonar og myndlistarmannsins Þórdísar Erlu Zoëga, en saman mynda þau hönnunarstúdíóíð Stúdíó Flöt. Snertipunktar, fyrsti sameiginlegi flötur Stúdíó Flatar, eru sérhannaðar vínylmottur sem koma í takmörkuðu upplagi og eru númeraðar og áritaðar. Motturnar fást í safnbúð Gerðarsafns.
Þórdís Erla Zoëga er með BFA gráðu úr Audio Visual deild Gerrit Rietveld Akademíunnar í Amsterdam þar sem hún stundaði nám á árunum 2008-2012. Árið 2017 útskrifaðist hún með diplómu í vefþróun úr Vefskólanum. Þórdís gerir verk í ýmsu miðlum sem eru spunnin út frá nánd, samhverfum og jafnvægi. Verk hennar hafa verið sýnd víða t.a.m. í Amsterdam, Stokkhólmi, Berlín, Basel og Tékklandi. Á Íslandi hefur hún gert verk fyrir Listahátíð í Reykjavík, Gerðarsafn, Konsúlat Hótel, Íslenska Dansflokkinn og sýnt í D-sal Hafnarhússins. 
Opið verður í Gerðarsafni til kl. 21.00 fimmtudaginn 25. júní. Allar vörur í safnbúðinni verða á 10% afslætti og fylgir árskort með kaupum yfir 10.000 kr.
Boðið verður upp á léttar veitingar.
Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

08
sep
Salurinn
15:00

Svanasöngur Schuberts

09
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Sófaspjall um andleg mál

10
sep
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

11
sep
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

11
sep
Menning í Kópavogi
17:00

Pönkganga með dr. Gunna

12
sep
Salurinn

Tvíhöfði | Af fingrum fram í 15 ár

14
sep
Salurinn
20:30

Himinn & jörð

14
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Tala og spila

14
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
13:00

Haustkórónur með ÞYKJÓ

07
okt
12
okt
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

04
nóv
09
nóv
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

02
des
07
des
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

Sjá meira

Gerðarsafn

18
sep
Gerðarsafn
22
sep
Gerðarsafn
26
sep
Gerðarsafn
09
okt
Gerðarsafn
26
okt
05
jan
Gerðarsafn

Sjá meira