08.jún 17:00

Rebekka Blöndal

Salurinn

Sumarjazz í Salnum er röð síðdegistónleika á fimmtudögum í júní. Tónleikarnir hefjast kl. 17 en húsið opnar kl. 16. Aðgangur ókeypis. Tónleikarnir fara fram í forsal Salarins og opið verður á barnum. Síðastliðin ár hefur verið troðfullt og gífurlega góð stemning á þessum skemmtilegu tónleikum.

Tríó Söngkonunnar Rebekku Blöndal mun telja í eftirlætis jazz standarda Rebekku í bland við blús og frumsamið efni.  

Rebekka hefur síðastliðin ár vakið mikla athygli sem jazz- og blús söngkona og komið fram við ýmis tækifæri, bæði í sjónvarpi, á tónleikum og tónlistarhátíðum. Hún hefur í tvígang verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna í flokki djass og blús sem flytjandi ársins og hlaut verðlaunin nú í ár fyrir söng ársins. Rebekka gaf í fyrra út plötuna Ljóð og hefur einnig sungið inn á plötur annarra listamanna. Hún lauk árið 2022 B.Mus.Ed námi í Rytmískri söng- og hljóðfærakennslu frá Listaháskóla Íslands og lauk þar áður framhaldsprófi í jazzsöng frá Tónlistarskóla FÍH og MÍT(Menntaskóla í tónlist), auk þess að hafa stundað nám við Söngskólann í Reykjavík og  Complete Vocal Technique í Kaupmannahöfn.


Með henni leika þeir Daði Birgisson og Sigmar Þór Matthíasson, sem báðir eru mjög virkir í íslensku tónlistarlífi.

Fram koma:
Rebekka Blöndal – söngur
Daði Birgisson – píanó/hljómborð
Sigmar Þór Matthíasson – kontrabassi

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

21
des
Salurinn
21
des
Bókasafn Kópavogs
22
des
Menning í Kópavogi
13:00

Jólalundur

22
des
Náttúrufræðistofa Kópavogs
23
des
Náttúrufræðistofa Kópavogs
23
des
Gerðarsafn
30
des
Salurinn
03
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

04
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Salurinn

21
des
Salurinn
30
des
Salurinn
09
jan
Salurinn
11
jan
Salurinn
12
jan
Salurinn
13:30

Hamskipti

21
jan
Salurinn
Jón úr Vör
26
jan
Salurinn
06
feb
Salurinn

Sjá meira