Miðvikudaginn 21. maí kl.17.00 ætlum við að hefja sumarlestursátakið okkar með smá gleði á Bókasafninu. Ævar Þór Benediktsson kemur í heimsókn til okkar og les upp úr bókum sínum og verður með lestrarhvatningu fyrir börnin. Síðan munum við kynna sumarlestursátakið.
Hlökkum til að sjá ykkur í sumarlestursskapi.