24.ágú 2018 20:00

Sýningaropnun SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR 2018

Gerðarsafn

Verið velkomin á sýningaropnun föstudaginn 24. ágúst kl. 20

Listamennirnir Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir, Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir, Steinunn Önnudóttir og Styrmir Örn Guðmundsson taka þátt í sýningarröðinni SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR 2018.
Sköpunarkraftur og tilraunastarfsemi Gerðar Helgadóttur er leiðarstef í allri starfsemi Gerðarsafns og býður safnið samtímalistamönnum að ganga inn í sýningu Gerðar Helgadóttur undir hatti sýningarraðarinnar SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR. Með því er gerð tilraun til að draga fram skúlptúrinn í samtímanum, ekki einungis sem mikilvægum hluta listasögunnar heldur einnig sem lifandi sjónrænu tungumáli samtímalistarinnar. Sýningarröðin fer fram í þriðja sinn í ár, en henni er ætlað að heiðra Gerði og framlag hennar til íslenskrar höggmyndalistar um leið og dregnar eru saman tengingar við hreyfingar í samtímaskúlptúr.
Gerðarsafn kallaði eftir umsóknum myndlistarmanna til þátttöku fyrr á árinu. Þátttakendur í sýningarröðinni í ár hafa verið valdir úr yfir 100 manna hópi listamanna. Það eru Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir, Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir, Steinunn Önnudóttir og Styrmir Örn Guðmundsson sem sýna verk sín, samhliða verkum Gerðar Helgadóttur.
Titillinn SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR vísar til sýningarinnar Skúlptúr / skúlptúr / skúlptúr sem haldin var á Kjarvalsstöðum árið 1994 en hún opnaði sama ár og Gerðarsafn var opnað fyrir gestum. Þar sýndu á þriðja tug listamanna verk sín en sýningunni var ætlað að gefa yfirlit yfir höggmyndalist þess tíma. Sýningin verður opnuð föstudaginn 24. ágúst kl. 20.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

02
nóv
25
apr
Salurinn
10
nóv
Bókasafn Kópavogs
11
nóv
Bókasafn Kópavogs
12
nóv
Bókasafn Kópavogs
12
nóv
Bókasafn Kópavogs
12
nóv
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

12
nóv
25
jan
Gerðarsafn
12
nóv
Náttúrufræðistofa Kópavogs
13
nóv
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

12
nóv
25
jan
Gerðarsafn
15
nóv
Gerðarsafn
14:00

Leiðsögn

20
nóv
Gerðarsafn
20
nóv
Gerðarsafn
29
nóv
Bókasafn Kópavogs
18
des
Gerðarsafn

Sjá meira