02.jún 15:00

Sýningaropnun | Yuliana Palacios á Listahátíð í Reykjavík

Gerðarsafn

Verið öll velkomin á opnun sýningarinnar Hér á ég heima í Gerðarsafni sunnudaginn 2.júní kl 15:00. Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík.

Hér á ég heima er myndbandsinnsetning eftir Yuliönu Palacios þar sem kafað er í það hvernig við festum rætur og búum okkur heimili í nýju umhverfi. Listakonan dregur upp innilega og hjartnæma mynd af ferðalagi innflytjandans; viðleitninni til að aðlagast og finnast hún eiga heima í framandi landi. Verkið er óður til innflytjenda á Íslandi og leikur á allan tilfinningaskalann á djúpan og næman máta.

Palacios er mexíkósk listakona sem hefur búið á Íslandi frá árinu 2016. Á þeim tíma hefur hún unnið sjálfstætt að eigin verkum en gjarnan átt í samstarfi við annað heimafólk. Hún stundar nú meistaranám í sviðslistum við Listaháskóla Íslands. Kvikmyndataka: Elvar Örn Egilsson Tónlist og hljóðhönnun: Jón Haukur Unnarsson Styrktar- og samstarfsaðilar: Listahátíð, Rocinante Oaxaca, Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir, Stella Ögmundsdóttir, Fözz Studio.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

13
júl
Menning í Kópavogi
14
júl
Bókasafn Kópavogs
15
júl
Bókasafn Kópavogs
16
júl
Bókasafn Kópavogs
16
júl
Bókasafn Kópavogs
17
júl
Salurinn
Mynd: Saga Sig
18
júl
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

21
júl
Bókasafn Kópavogs
22
júl
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Gerðarsafn

23
júl
Gerðarsafn
06
ágú
Gerðarsafn
08
ágú
Gerðarsafn
20
ágú
02
nóv
Gerðarsafn
20
ágú
Gerðarsafn

Sjá meira