22.okt 13:30

Taktur (& Tónfjöður)

Salurinn

Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir, Jón Þorsteinn Reynisson og Jónas Ásgeir Ásgeirsson.
2.600 - 5.200 kr.

Naumhyggja, skjábjarmi, rytmi

Hið rómaða ítríó býður upp á ferska og kraftmikla efnisskrá þar sem víðfeðmur hljóðheimur harmonikkunnar nýtur sín til fullnustu. Ítríó er skipað þeim Helgu Kristbjörgu Guðmundsdóttur, Jóni Þorsteini Reynissyni og Jónasi Ásgeiri Ásgeirssyni en tríóið hefur komið fram á tónleikum og tónlistarhátíðum víða við frábærar undirtektir.

Hér hljóma splunkuný verk í bland við eldri klassík en tríóið hefur lagt mikla rækt við nýsköpun allt frá því það var stofnað árið 2015. Dillandi balkandanstónar frá pólska harmonikkusnillingnum Janusz Wojtarowicz, hugleiðslukennd tónlist hins japanska Toshio Hosokawa, ómstríðir og ágengir tónar frá finnska tónskáldinu Jukka Tiensuu og dásamleg gotnesk svíta eftir Leos Boëllmann í bland við verk sem sérstaklega voru samin fyrir tríóið.

Ljósbrot og skjábjarmi, keppnisskap í listum, prímtölur og stórkostlegar skrímslaborgir eru á meðal yrkisefna í tónsmíðum þeirra Finns Karlssonar, Friðriks Margrétar-Guðmundssonar og Hafdísar Bjarnadóttur en verk þeirra hljóma flest í fyrsta sinn hérlendis á þessum forvitnilegu tónleikum.

Ef keyptir eru miðar á alla tónleikana fæst 50% afsláttur af miðaverði

Efnisskrá:

Jukka Tiensuu: Mutta
Hafdís Bjarnadóttir: Monstro City
Toshio Hosokawa: MI-KO
Friðrik Margrétar-Guðmundsson: Prisma
Finnur Karlsson: For All the Wrong Reasons
Leon Boëllmann: Suite Gothique
Janusz Wojtarowicz: Balkan Dance

Á undan tónleikunum verður boðið upp á tónleikaspjall í forsal Salarins þar sem fjallað verður um efnisskrá dagsins. Tónleikakynningin hefst klukkan 12:30 og stendur í um 30 mínútur.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.

Hægt verður að kaupa og njóta ljúffengra veitinga frá veitingastaðnum Krónikunni í forsal Salarins frá klukkan 12.

FRAM KOMA

Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir

Harmonikka

Jón Þorsteinn Reynisson

Harmonikka

Jónas Ásgeir Ásgeirsson

Harmonikka

Deildu þessum viðburði

07
sep
Salurinn
05
okt
Salurinn
02
nóv
Salurinn
23
nóv
Salurinn
11
jan
Salurinn
01
feb
Salurinn
13:30

Dáland

01
mar
Salurinn
12
apr
Salurinn
03
maí
Salurinn

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

01
júl
Bókasafn Kópavogs
01
júl
Bókasafn Kópavogs
02
júl
Bókasafn Kópavogs
02
júl
Bókasafn Kópavogs
03
júl
Salurinn
04
júl
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

05
júl
Gerðarsafn
07
júl
Bókasafn Kópavogs
08
júl
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Salurinn

03
júl
Salurinn
10
júl
Salurinn
17
júl
Salurinn
Mynd: Saga Sig
14
ágú
17
ágú
Salurinn
04
sep
Salurinn
06
sep
Salurinn
07
sep
Salurinn
12
sep
Salurinn

Sjá meira