03.maí ~ 20.ágú

ÞYKJÓ

Gerðarsafn

Stúdíó Gerðar
Ævintýraheimur, íhugull og vakandi, forvitinn og frjór.

ÞYKJÓ opnar sýningu í Gerðarsafni með fjölbreyttum hönnunarvörum teymisins; frá búningum til húsgagna og upplifunarhönnunar fyrir börn.

ÞYKJÓ er hönnunarteymi sem sérhæfir sig í hönnun fyrir börn og fjölskyldur. Sigríður Sunna Reynisdóttir stofnaði ÞYKJÓ árið 2019 og er starfandi listrænn stjórnandi. Auk hennar eru hönnuðir hópsins Erla Ólafsdóttir arkitekt, Sigurbjörg Stefánsdóttir fatahönnuður og Ninna Þórarinsdóttir barnamenningarhönnuður.

Verkin á sýningunni eiga það sameiginlegt að hafa sprottið úr samtali og samstarfi hönnuða við líffræðinga, listfræðinga, handverksfólks og hópa leikskóla- og grunnskólabarna á tíma ÞYKJÓ sem staðarlistamanna í Menningarhúsum Kópavogs.

Á þeim tíma sem hönnuðir ÞYKJÓ störfuðu sem staðarlistamenn við Menningarhúsin varð svo sannarlega til nýr ævintýraheimur, íhugull og vakandi, forvitinn og frjór. Þetta var sérstæður tími sem markaðist af einangrun á heimsvísu en skildi eftir sig heim sem var fullur af tengingum og nærveru. Hópurinn skóp verk sem fæddust úr frjóu ímyndunarafli, yfirburða þekkingu á handverki og virku samtali við sérfræðinga á ólíkum sviðum náttúruvísinda, lista, handverks og síðast en ekki síst sérfræðinga á sviði ímyndunarafls og snjallra lausna – börn.

– Elísabet Indra Ragnarsdóttir, verkefna- og viðburðastjóri MEKÓ

LISTAFÓLK

Sigríður Sunna Reynisdóttir

Erla Ólafsdóttir

Sigurbjörg Stefánsdóttir

Ninna Þórarinsdóttir

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

22
apr
Bókasafn Kópavogs
22
apr
30
ágú
Bókasafn Kópavogs
22
apr
Salurinn
23
apr
Bókasafn Kópavogs
23
apr
Bókasafn Kópavogs
16:00

Hananú!

23
apr
Salurinn
20:00

Fever!

24
apr
Bókasafn Kópavogs
24
apr
Menning í Kópavogi
03
maí
04
maí
Salurinn
24
maí
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

30
apr
10
ágú
Gerðarsafn

Sjá meira