11.jan 2026 13:30

Tónfölsunarverkstæðið

Salurinn

Salurinn
3.900 - 4500 kr.

Heimurinn þekkir sögur um snjalla málverkafalsara sem eytt hafa ævi sinni í að ná tökum á leik ljóss og skugga 16. aldar, á pensilstrokum Vermeers eða hárnákvæmum hlutföllum da Vincis. En hvað ef þessi glæpsamlega rómantík væri raunar grasserandi í annarri listgrein? Hvað ef einhver þeirra tónverka sem við þekkjum og teljum vera eftir Palestrina, Monteverdi, nú eða Jóhann Sebastían Bach væru raunar eftirgerðir, listilega mótaðar af háleynilegum hring tónverkafalsara?

Velkomin á Tónfölsunarverkstæðið! Tónleikarnir fara fram með leikrænum blæ. Verkstæðið verður sett upp sem sviðsmynd og félagarnir leiða áfram atburðarásina í tónum og orðum. Flutningurinn fær aukið flæði með hjálp sögumanns í hlutverki tortryggins einkaspæjara. Hlustendum verður boðið inn í heim fullan af skoplegri ádeilu á snobb listaverkasölu um leið og við gerum létt grín að sjálfum okkur sem hafa helgað okkur flutningi upprunatónlistar.

Getur það verið að Vivaldi hafi samið sekkjapípukonsert? Nýleg rannsókn hefur leitt í ljós dularfullt samband hans við franska sekkjapípuleikarann og tónskáldið Chedeville og klassískt tónlistarsamfélag er á nálum! Því miður hefur handritið greinilega glatast, líklegast í frönsku byltingunni… eða hvað? 

TFV býður upp á nýja og ferska leið til að njóta tónlistar fyrri alda, ekki sem rykugum safngripum heldur brakandi nýsömdum tónsmíðum, já eða jafnvel spunnum á staðnum! Meðlimir TFV, Gunnar Haraldsson, Elizabeth Sommers, Halldór B. Arnarson og Eliot X. Díos hafa sérhæft sig í flutnings- og tónsmíðatækni endurreisnartímans, barokks og upplýsingaraldar. Gunnar leikur á gítar, gígju og fiðlu, Elizabeth á fiðlu og miðaldafiðlu, Eliot á píanó, blokkflautu og sekkjapípu, en Halldór sér um semballeik, söng og listræna stjórnun. Ásta Sigríður Arnardóttir gegnir hlutverki sögumælanda og syngur einnig.

Á undan tónleikunum verður boðið upp á tónleikaspjall klukkan 13:00. Aðgangur á spjallið er ókeypis og öll velkomin.

Deildu þessum viðburði

01
feb
Salurinn
13:30

Dáland

01
mar
Salurinn
12
apr
Salurinn
03
maí
Salurinn

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

12
jan
Bókasafn Kópavogs
14
jan
Bókasafn Kópavogs
14
jan
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

14
jan
Bókasafn Kópavogs
16
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

17
jan
Gerðarsafn
19
jan
Bókasafn Kópavogs
21
jan
Bókasafn Kópavogs
21
jan
Menning í Kópavogi

Sjá meira

Salurinn

31
jan
Salurinn
01
feb
Salurinn
13:30

Dáland

07
feb
02
nóv
Salurinn
19
feb
Salurinn
27
feb
Salurinn
01
mar
Salurinn
12
mar
Salurinn
14
mar
Salurinn

Sjá meira